Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Qupperneq 59

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Qupperneq 59
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 57 Þegar Yves hafði lokið við að færa þeim kaffið, þurfti hann tafarlaust að fara að undirbúa hádegismatinn handa mönnunum sem höfðu, þegar að honum kom, góða lyst eftir stritið og úthafsstorminn. Ekki dugði að láta þá bíða matar- ins, þá fengi hann að kenna á því. Og engin hætta var á því að kapteinninn bæri blak af honum, hann sem var ólatur að halda því fram að ekkert jafnaðist á við skammir, vænan löðr- ung eða spark í rassinn, til að gera „einhvern að manni“. Hádegismaturinn var reyndar óskilgreind kássa úr svínafitu, stund- um smáþorski að viðbættu grænmeti: kartöflum, gulrótum, káli, lauk, sem allt hafði verði flutt um borð við brottförina frá Pompól. Til að gera þetta þykkara var bætt við beinakexi sem var svo hart að það þurfti að brjóta það með hamri. Sumir háset- arnir, þeir sem matvandari voru, kusu heldur kássu sem þeir nefndu „Zoig“, en í hana höfðu þeir fisk, þorskhausa og fleira sem þeir létu sjóða í kastarolu sem þeir áttu sjálfir og höfðu jafnframt fyrir diska. Yves byrjaði þannig klukkan átta á morgnana að flysja grænmetið, gera að fiskinum og þvo hann og inna af hendi önnur störf, sem tilheyrðu að undirbúa staðgóða og trausta mál- tíð“. Hér verður næst getið nokkurra sagna í bókinni, úr sjómannalífinu, sem okkur Islendingum koma spánskt fyrir. Sú fyrsta er um sjó- vettling sem dottið hafði niður í súpupottinn, og Yves soðið með súp- unni, og er þetta ekki ótrúleg saga, en hitt fremur að kapteinn, hinn harði, hafði séð þetta, og hann bað nú „messadrenginn“ að láta ekki há- setana vita af þessu, skipstjórinn reyndist nú svo hræddur við háseta sína. „Ef mennirnir komast að þessu lemja þeir þig í kássu... og ég fæ sjálf- ur að heyra bullandi skammir og hjá nokkrum þeirra kjaptforustu hér um borð geta þær orðið svæsnar. Svo þú skalt gera eins og ég segi, þetta verð- ur okkar á milli. Halda sér saman, ertu klár á það? Annars skal ég láta þig fá að kenna á því, svo þú munir lengi eftir..Þessi hræðsla við háset- ana kemur ekki nógu vel heim við fyrri lýsingu af skipstjóranum. I okkar skútusögum eigum við ekki neitt dæmi um skútuskipstjóra, sem hafi leitað skjóls hjá léttadreng af ótta við menn sína jafnt og hann hótaði drengstaulanum öllu illu. Þá er það sagan af því, að þeir á Bettínu höfðu tekið með sér dauð- vona mann, þegar þeir héldu á ís- landsmið. Þeir gerðu þetta í betri til- gangi en hægt er að ætla þeim af öðr- um lýsingum, því að þeir voru þarna að vinna það kærleiksverk, að mað- urinn dæi sem skráður háseti og ekkj- an fengi þá dánarbætur. Maðurinn dó fljótlega eftir miklar þjáningar og urðu þau endalok hans, að hann gaf upp öndina við að grýta harðsoðnum eggjum í Yves. Ekki kemur þetta neinstaðar heim við okkar sögu. Ein sagan er svo sú, að Frans- mennirnir voru að skaka í svo vit- lausu veðri, að menn voru orðnir í hættu á dekkinu. Ekki könnumst við hérlendis við svoddan færamennsku, að menn væru undir færum, eftir að skip var farið að taka á sig hættulega sjóa. Það þarf ekkert að lýsa því í Sjó- mannablaði, að það getur ekki gerzt með heilvita fólki, að standa við færi sín í slíku sjóveðri. Það er þá farið að glæa alltof mikið til þess, að nokkur glóra sé í að standa við færi. Það var ekki gerlegt nema í stinningskalda eða svo. Undarlegust verður þó sjó- mennskan, þegar maðurinn datt út af Aróru. Hann átti að standa seglvakt í vonzku veðri, sem búið var að standa all-lengi, en hann fer þá uppí reiða til að taka þar niður sængurföt sín, sem hann hafði hengt þar til þerris. Við þetta tiltæki dettur hann út, hann var með sængurfötin í fanginu, er sagt, og gleymdi að halda sér, og þá er trúlega mönnum hætt uppi í reiða í brjáluðu veðri, og maðurinn fellur fyrir borð með sængurfötin. Hann rekur náttúrlega upp skerandi óp, sem yfirgnæfir stormgnýinn og heyr- ist niður í lúkar, og einn hásetinn skynjar það strax og æpir: „Djöfull- inn sjálfur. Það er kallinn.“ Það ruku náttúrlega allir upp á dekk meira að segja kapteinninn sjálfur „kom á vettvang og sá hver alvara þarna var á ferðum“ (Þetta var sem sé greindar kapteinn, sem var fljótur að gera sér grein fyrir alvarlegum atburðum). Maðurinn „var nú þarna bjargar- laus leiksoppur hafsins. Skipverjar komu auga á hann, þegar höfði hans skaut uppúr einum öldutoppinum, hann var að reyna að lyfta upp barð- inu á sjóhatt sem byrgði honum sjón- ir (menn verða að njóta útsýnis, þó mikið gangi á) en með hinni hendinni þrýsti hann að brjósti sér lérefts- böggli (eftir því verið búinn að pakka inn sængurfötunum) og engu líkara var en hann væri staðráðinn í því að láta hann ekki af hendi við vindinn. Og hann kallaði í sífellu: „Hjálp, Hjálp, vinir mínir.“ (Þessa höfum við dæmi um, en þó ekki fullar sönnur á, um mann sem datt út af báti, en var kurteis í sér, þess voru dæmi með mörlöndum. Um leið og maðurinn rann aftur með bátnum, rétti hann upp höndina, og mælti til formanns- ins, sem sat í skutnum: „Viltu gjöra svo vel, vinur minn, og rétta mér hendi“) -óhugsandi var að setja út bát, hafrótið hefði undir eins fært hann í kaf eða brotið hann við skipshlið, og þá hefðum við misst þrjá menn eða fjóra í staðinn fyrir einn. „Það var aðeins eitt, sem hægt var að gera, snúa skipinu við svo að það kæmist í námunda við „Frænda“. (Yves nefndi hann svo þennan gamla mann) — og ef for- sjónin var hliðholl, slapp maðurinn við það, að hafa verið þröngvað í bað og fengið væna lungnabólgu í of- annálag.“ Öll er nu frásögnin áfram í svipuð- um dúr og lýst hefur verið orðrétt úr bókinni, og er ekki að orðlengja það frekar, nema þeir sneru seglskipinu tíu sinnum við að reyna að leggja (Það er ekki ætlandi Yves að hafa sagt höfundi sögunnar, að seglskipi hafi verið snúið, til að leggja að manni í ofsaveðri, hvað þá tíu sinn- um). Loks dró að lokum þessa harm- leiks: „Frændi var hættur að hrópa, var hann búinn að sætta sig við örlög sín eða vonaðist hann enn eftir björg- un? Enn skaut höfði hans upp með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.