Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Page 73

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Page 73
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 71 í lúkar á Pompólskútu. far. Það haf sem þeir reru á var þeirra haf. Þá höfðu og okkar skútumenn engan samanburð við betra mannlíf eða betra land. Fyrir mörgum mann- inum var það skárra verk að dóla sér við færi og draga spriklandi fisk en berja þúfnakolla með orfi og ljá lang- an dag eða standa yfir rollum að krafsa sér til beitar í vetrarveðrum. Islensku skútumennirnir áttu sér engan ljúfan draum að rogast með í hörðum veruleika íslandsmiða. Þeirra draumur var að draga mikinn fisk, sem er heldur kaldranalegur draumur og heyrir ekki undir hina ljúfari mannlífsdrauma. Þessu var öllu öfugt farið um frönsku sjómennina. Þeir komu úr veðursælu sólarlandi norður í kulda og myrkur og úfið haf og drösluðu með sér sínu landi, auðvitað. Þetta ættum við Islendingar sízt að lá þeim, sem drögum á eftir okkur hólmann grýttan og klakaðan um allar jarðir. Eins og fram kemur í sögu Yves frænda hötuðu fransmennirnir þess- ar ferðir á íslandsmið. Aldrei höfðu þeir í sínum uppvexti heyrt eitt ein- asta gott orð um þetta haf þarna norðurfrá. A meðan heyrðu íslensku börnin gamlar konur segja: „Bless- aður sjórinn okkar, hann tekur mik- ið, en hann gefur líka björgina.“ Og Fransmennirnir lögðu upp í ís- landsferð með tárin í augunum og fullir söknuðar á leið í þann heim, sem þeir vissu sér fjandsamlegan og þeir gátu ekki með nokkru móti sætt sig við, hversu lengi sem örlögin lögðu á þá að neyðast til að stunda þessa atvinnu. Því að nauð var hún þeim; það var ekki að neinu öðru að hverfa í strandbæjunum. Þessi neikvæða og rótgróna af- staða til íslandsveiðanna hlaut að hafa mikil áhrif á mannlífið um borð í frönsku skútunum. Það er erfitt að vera hress og glaður við vinnu sem maðurinn hatar. En það kom fleira til en hugarfarið sem gerði frönsku sjómönnunum skútulífið andstæðara en þeim íslensku, þrátt fyrir sín stóru skip og marga aðstöðu betri. Erfiðið hafa Frakkarnir þolað verr en íslendingarnir og vinnan lagst þyngra á þá. íslensku skútu- mennirnir höfðu sterkan skrokk eftir ferðalög með miklar byrðar um fjöll og firnindi, og gildar sinar í hand- leggjum eftir áraburð. Auk þess hef- ur kroppurinn haft betra af því að lepja lýsi en rauðvín. Fyrir íslensku skútumennina var það enginn erfið- ismunur að fara úr árabátnum upp í skútuna. í bók Yves nefnir hann sem dæmi um þrældóminn 12-18 tíma stöður við færi. I sínum dæmum um þrældóm nefndu íslensku skútu- mennirnir sólarhringinn eða jafnvel sólarhringa. Vosbúðina hafa Frakkarnir einnig þolað verr en Islendingarnir, bæði af því að þeir voru henni óvanari, en ekki síður af því að þeir hafa verið verr búnir til fata að mæta henni og þeir sóttust eftir prjónlesi íslendinga. Rúgbrauð og kæfa var einnig betri hitagjafi en grænmeti Frakkanna. Matarkosturinn slæmi hefur kom- ið verr við Frakkana en íslending- ana. íslendingarnir bjuggu að miklu leyti við þann mat, sem þeir voru vanastir, fisksoðningu og rúgbrauði, saltketi, mjelgrautum og kaffi. Soðn- ingin var eina nýmetið og hana not- uðu Islendingarnir áreiðanlega miklu meira en Frakkarnir, enda var hún þjóðarréttur íslendinganna og á skútunum höfðu þeir soðningu í tvö mál, á morgnana kl. 7 og aftur á kvöldin, einnig til hádegisverðar nema „kjötdagar“ væru, en þeir voru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.