Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Qupperneq 74

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Qupperneq 74
72 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Við færín. tvo til fjóra daga vikunnar. Þá var kjöt til hádegisverðar, og þá venju- lega saltkjöt, en þó stundum nýtt í byrjun túra. Með fisksoðningunni höfðu menn rúgbrauð og smjer eða margarín. Þá nýttu Islendingarnir sér trosfiskinn, það er þann fisk, sem var þeim verðlaus í salt; lúðu, ýsu, keilu og löngu auk fiskhausa. íslensku skútumennirnir héldu heilsu við þennan kost; þjáðust ekki af næringarskorti. Frakkarnir voru miklu verr settir með sitt mataræði þegar grænmeti þeirra og ávextir tóku að skemmast. Og þeir notuðu eina nýmetið sem þá var kostur á, fisksoðninguna, minna en Islending- arnir. Hefur þeim ekki fallið sú mat- argerð og átu heldur ýmsar kjötkáss- ur af misgóðu kjöti. Mest hafa þeir þó fundið fyrir að missa nýtt græn- meti úr fæðu sinni, sem var álíka þjóðarmatur hjá þeim og soðningin hjá okkur íslendingum. Skyrbjúgur var algengur með Frökkunum. Þeir hafa sárlega fundið fyrir hvað vantaði í fæði þeirra. I for- mála sínum segir Forsetinn að þeir hafi hlaupið upp um fjallshlíðar í Sauðlauksdal að tína sér fíflablöð, skarfakál, blóðberg og rætur. Þá hef- ur hin mikla víndrykkja líka valdið þeim næringarskorti þar sem þeir höfðu ekki næringarríkan mat með henni. En það er nauðsynlegt ætli menn að halda fullum líkamskröft- um með mikilli víndrykkju. Víndrykkja þeirra Frakka var sögð mikil og segist Forsetinn hafa rekist á það í þeim frönsku gögnum sem hann rannsakaði að víndrykkjan var mikið vandamál í fiskiflotanum og reynt að takmarka hana með reglugerðum um tiltekinn skammt, en misjafnt hald hafi reynzt í þeim reglugerðum. Ekki hefur það bætt mannlífið um borð ef skipshöfnin var meira eða minna drukkin. Eins og fyrr segir voru skútur og skonnortur Frakk- anna burðarmikil skip til að mæta veðrum, og hér við land voru þeir í sumarveðráttu lengst af úthaldstíma sínum. Veður í mars og apríl var þessum skipum náttúrulega hættu- legt sem öðrum, en vor- og sumar- mánuðina eiga 100-200 tonna skip ekki að vera í ýkjamikilli hættu á að farast á rúmsjó Islandsmiða. Hinar miklu slysfarir Frakkanna eru um margt óeðlilegar, bæði hin tíðu strönd og, sem er enn undarlegra, hversu oft þeir fórust í rúmsjó. Gæti orsökin ekki að einhverju leyti legið í því að skipshöfnin hafi ekki verið nógu traust þegar mest reið á? Að lenda í sjávarháska á seglskipi með drukkna skipshöfn eða slæpta af brennivínsdrykkju er ekki góður kostur til bjargar. Á seglskipum í hættuveðri þurftu menn á öllu sínu viti og þreki að halda ef vel átti að fara. Snör hugsun og góð handtök björguðu þar margri skipshöfninni og skipinu, en svo var einnig hið gagnstæða. Margt skipið hefur farist fyrir handvömm ótraustrar skips- hafnar. Islenskur almenningur sagði frönsku sjómennina vera heldur létt- lynda og vingjarnlega náunga, en úr sögu Yves frænda höfum við um þá annan vitnisburð. Þeir virðast hafa verið allt aðrir menn um borð en við land. Það er svo sem til um sjómenn almennt, að þeir hafi hamskipti um leið og losað er frá bryggju, eða ljúf- mennskan rjúki að minnsta kosti af þeim um leið og þeir steypa yfir sig sjóstakknum. Þessi hamskipti stafa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.