Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Side 76

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Side 76
74 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Pompólskúta leggur úr höfn til íslandssiglingar. mannaður úrvalsmönnum, ekki meiri virðingar- eða tekjumöguleika en fiskimennskan hafði með Frökk- um. Erfiðast hefur trúlega verið að manna hinn mikla íslands- og Ný- fundnalandsflota góðum mönnum. A þann flota einan hefur sjálfsagt þurft allt að 20 þúsund manns og þá var eftir allur flotinn í Norðursjó og á heimamiðum. Yves frændi nefnir engin dæmi um það að frönsku skútumennirnir hafi verið fluttir með valdi („sjanghæað- ir“) um borð í frönsku Islandsveiðar- ana eins og tíðkaðist við að manna herskip eða Austurlandaför, en hann segir hitt hafa gerst, að hellt hafi verið í menn víni og þeir látnir skrifa drukknir undir ráðningarsamning til íslandsferðar. Öllum íslenskum frásögnum ber saman um að frönsku hásetarnir hafi sýnst heldur litlir bógar til hinnar hörðu sjómennsku og mikið verið um unglinga sem íslensku konurnar aumkuðu: „Blessaðir drengirnir, svona litlir og veimiltítulegir og svona langt burtu frá heimilum sín- um.“ Frakkar eru nettbyggðir menn og miðað við hrammana á okkar mönnum þóttu þeir handsmáir, en það handlag fellur betur að konum en sjómennsku á Islandsmiðum. Ef við nú tökum þetta allt saman sem lýst hefur verið um mannlíf um borð í skútum þessara tveggja þjóða, þá horfir málið svona við: 1. Frakkarnir komu úr veðursælu sólarlandi norður í hafið kalda og vindasama og þjáðust af sárri heimþrá. Þetta sama haf var heimaslóð okkar manna, og gerir þetta mestan mun á skútulífi þjóðanna. 2. Islandsveiðar voru nauðungar- vinna Frökkum, en sjálfsagður at- vinnuvegur okkar mönnum og til framfara í fiskveiðum. 3. Skakerfiðið lagðist þungt á Frakka en íslendingum brá þar ekki til hins verra í sínu erfiðislífi við árina orfið og baggana. 4. Frakkar misstu mikið í sínu eðli- lega mataræði og þjáðust af nær- ingarskorti. Islendingar misstu lítils frá því sem þeir voru vanast- ir. 5. Frakkar áttu sér engan annan metnað í fiskimennskunni en losna sem fyrst frá henni. íslend- ingum var hún framabraut. 6. Skrapmannskapur hefur verið á frönsku skútunum mörgum hverj- um, en íslenzku skúturnar yfir- leitt vel mannaðar, þar sem dug- legir færamenn leituðu á þær af árabátunum, en ekki aðrir á frönsku skúturnar en þeir sem engrar annarrar vinnu áttu kost. 7. Drykkjuskapur, sídrykkja, var mikill um borð hjá Frökkum á veiðunum, en lítill sem enginn hjá Islendingunum. 8. Frönsku skútumennirnir bjuggu við heraga og virðingarleysi yfir- manna sinna, en Islendingar voru lausir við þær plágur báðar. Þegar þetta allt er haft í huga, verður það skiljanlegt að það kemur svört skútulífssaga úr Frans, þegar við eigum hana dekksta gráa. Það var svo sem auðvitað að Forsetinn hefði rétt fyrir sér, eins og Forsetum ber að hafa. Hann segir ekkert um sjálfa sögugerðina annað en mann- lífsþáttinn, og sá þáttur sannar sig réttilega. En þótt rauði þráðurinn sé rétt spunninn eru flestir aðrir þættir rangsnúnir utan um hann í sögu Yves frænda. Yves frændi hefur nú verið leiddur sem vitni og heimild um franskt skútulíf, og hefur þar margt verið öðruvísi en hjá okkar mönnum. Hagalín kunni sögur af frönsurum rakkarnir þóttu sækja meir en aðrir útlendingar í konur okkar Eyjarskeggja og sýnu meiri þær sögur af Frökkum en Eng- lendingum eða Hollendingum. Frá þeim öldum, sem ekki er önn- ur vitneskjan en munnmæli, voru frönsku skútukapteinarnir sagðir gleðja bændur á kotbýlunum með rauðvíni, en konur þeirra með tillæti uppá franskan máta, sem konum hafi þótt tilbreytni frá ástalífi sínu með bónda. Sjaldan er fullt mark takandi á sögum um ástafar. Þær eru oft ýkt- ar og færðar í stflinn. En þær eru líka til raunsannar. Hagalín er með eina slíka í einni bóka sinna (Sjö voru sólir á lofti) Honum segist svo: (Guð- mundur Hagalín, sem nefndur er í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.