Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Page 88
86
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
og óskum. Fiskuðu lítið og Skúli
gafst upp á útgerðinni og fór að nota
þær einvörðungu til flutninga.
Síðast er að nefna til forsögunnar,
húkkortuútgerð konungs á árunum
1776-87. Þetta var stórfelld tilraun
danska konungsvaldsins til að koma
á rekspöl og festa með Islendingum
þilskipaútgerð. Skipin voru gerð út
frá Hafnarfirði, að jafnaði 27 skip
árlega, en urðu mest 42 árið 1780, en
fæst fyrsta árið eða 10 skip. Á þeirri
mynd, sem hér fylgir virðast húkk-
orturnar hafa verið 12-14 metra lang-
ar. Það eru teiknaðir 8 menn undir
færum í einu á síðunni. Skipin reynd-
ust heldur illa til veiðanna. Þau voru
breið og flatbotna og stóðu illa á
(ráku hratt undan vindi).
Áhafnir skipanna voru Danir og
Islendingar. Veiðarnar gengu illa,
skipstjórar danskir og Islendingar
áhugalausir um þessar veiðar. Bænd-
ur og reyndar almenningur einnig
þeim andvígir. Bændur óttuðust
missi vinnuafls um háannatímann í
sveitunum og margur kotkarl rak
smá landbúnað sér til matar með ára-
bátasókninni og vildi geta heyjað of-
an í rolluskjáturnar sínar. Þessari út-
gerð lauk 1786.
Upphafsmaðurinn og
þeir tveir sem tryggðu
framhaldið
Sem hinn eiginlega upphafsmann
íslenzkrar þilskipaútgerðar nefnum
við jafnan Bjarna Sívertssen með
skip sitt Havnepröven 1803, lítið
skip, varla meira en 15 tonn smíðað í
Hafnarfirði. (Stærð: 18 álnir21þuml-
ungur, breidd 6 álnir og 7 þumlung-
ar, dýpt 2 álnir og 12 þumlungar).
Bjarni er sagður hafa átt alls 10
þilskip, sum haffærandi en flest smá,
og gerði hann skipin út jöfnum hönd-
um til fiskveiða og flutninga. Eftir lát
Bjarna féll útgerð hans niður. Bjarni
andaðist 1833.
Rétt er að inní þessa upptalningu
komi fyrsti skipstjórnarlærði fiski-
skipstjórinn, Guðmundur Ingimund-
arson í Breiðholti í Reykjavík. Sá
maður kemur einnig við fyrstu út-
gerðarsöguna. Hann fékk konungs-
Jaktin Gyða á Bfldudal.
Jaktin Svend í Hafnarfirði, 22 tonn. Svend var norskur, og hann er með
gafl„rass“
Jagtin Metha Christine, eign Þorleifs ríka á Bfldudal. Sú fyrsta sem mynd er til
af. Metha Christine var smíðuð og kom ný 1819.15 lestir=30 tonn.