Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Qupperneq 96

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Qupperneq 96
94 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ BEÐIÐ BÁTS EÐA SKÚTU að þarf nokkuð til að okkur íslendingum ógni sjóslysin með öðrum þjóðum, svo mörg og stór sem við höfum mátt þola þau um dagana. Sorg verður að vísu hvorki reiknuð með hlutfalls- reikningi né eftir höfðatölu, en þótt tölurnar segi lítið af þeim tárum sem að baki þeim liggur, höfum við ekki annan mælikvarða á sorgina en töl- urnar, og okkur vex þá gjarnan meira í augum ef lítil þjóð missir stóra hlut- fallstölu af sínu fólki, en stór þjóð litla, þótt talan sé hin sama, og auð- vitað á þetta ekki sízt við, ef sú fá- mennari er manns eigin þjóð. Þegar jörðuð voru 50 sjórekin lík sjódrukknaðra manna í Hvalnes- kirkjugarði 1685, en þá hafði 81 mað- ur farist á einum og sama degi á Suð- urnesjum og alls það ár 180 menn, sem myndi svara til 7-800 manna nú, teljum við það meira slys en sama mannfall hjá milljónaþjóðum. Einn- ig þegar 24 menn farast á árabátum úr 300 manna byggðarlagi (Bolunga- vík 1854) og á sama degi þrjár skútur með allri áhöfn frá næstu byggðar- lögum. Við íslendingar fórum að gera út skútur í byrjun 19. aldar. Allt voru það lítil skip, 30 tonn mest, og flest svonefndar jaktir, einmöstrungar, og köllum við að þá hafi verið „jagta- öld“, en það „kútteraöld'1 sem hófst 1897 en báðar aldirnar „skútuöld“. Kútteraöldin hófst með stórfelld- um kaupum á 50-100 tonna segltog- urum sem Bretar voru að leggja fyrir róða og taka upp veiðar á gufutogur- um. Þessi ensku skip voru kallaðir „cutters“ á ensku vegna þverhnípts stefnis, og við nefndum síðan „kútt- era“. Reyndar voru þessir „cutters“ sem segltogarar kallaðir „smacks“ eða „well-smacks“; þeir voru með brunn (well) í lestinni til geymslu fisks. Slysin voru gífurleg á jagtaöldinni og mest vestra. Þetta voru lítil skip sem sóttu á djúpmið í hákarl, en voru þess á milli á þorskveiðum. Slysfara- tölur frá þessum tíma eru ekki til ná- kvæmar, en úr Breiðafirði og frá Vestfjörðum munu hafa farist einar 16 jagtir á fjórða áratug 19du aldar. A kútteraöldinni, 1897-1920, eru tölur nákvæmari. Menn höfðu gert sér vonir um að slysfarir á þessum „stóru“ skipum yrðu minni en á ára- bátunum, en það varð ekki. Þau urðu meiri, eða 16 menn af þúsund að meðaltali árlega en 10,5 á árabát- um (sjá Mannskaðar á Islandi, Guðm. Björnsson, og Brimgnýr, Jóh. Bárðarson). Þegar borin eru saman sjóslys á skútum Frakka hér við land og okkar eigin sjóslys sem tölur ná til, þá er ekki verið að metast um sorgina, heldur hlutfallslegan missi, ef svo má segja, í fiskatölu á landsvísu. Það er víst eini reikningsstuðullinn sem við verður komið í manntapi. Engin mælistika er til á sorgina. Hún er enn utan tölvuheimsins. Reiknað á landsvísu var tjón ís- lensku þjóðarinnar margfalt meira en Frakka. I Sjómannasögu Vil- hjálms segir svo um mannfall í franska flotanum og eru þá teknar allar slysfarir: „Árið 1895 var mannskaðinn í franska flotanum 10 af þúsundi, en 1896 var hann 6,57 af þúsundi. Sum árin var hann miklu hærri vegna veikinda og stranda. Árið 1897 var manntjónið t.d. 23 af þúsundi og 27 menn af þúsundi árið 1900. Það ár munu um 10 þúsund manns hafa verið á íslandsflotanum og létust 264 menn með ýmsum hætti. 115 menn fórust í ofviðrum, 88 létust af ýmsum siglingaslysum og 66 dóu af ýmsum sjúkdómum.“ Ef frá eru dregnir þeir sem dóu úr sjúkdómum, fórust 203 menn í sjó- slysum, eða 20,3 af þúsundi, á þessu mikla slysaári Frakkanna. Okkar mesta slysaár á þessu tíma- bili var árið 1906, en þá fórust 98 skútumenn. Á þeim tíma var mann- fjöldi okkar á skútuflota 2027, þann- ig að manntjónið var því sem næst 50 af þúsundi það árið. Svona gekk það nú til fyrir okkur, og það er rétt sem V.Þ.G. segir í sinni sögu: „Ýmislegt var gert til ör- yggis og heilsuverndar frönskum sjó- mönnum, betur og fyrr en gert var í íslenska flotanum.“ Og marga höf- um við Islendingar átt konuna og einnig margt barnið sem beið eftir bát af sjó eða skútu úr túr sem aldrei kom. Lengi hefur konan í Krækl- ingahlíðinni horft út á Eyjafjörðinn slysavorið 1897, en frá henni segir í Skútualdarbókum Gils: „Hinn 1. maí brast á ofsabylur með hörkufrosti, norðanstórviðri og fannkomu. Einkum var veðrið óskaplegt úti fyrir Vestfjörðum, en á þeim slóðum var nær allur vestfirzki og norðlenzki flotinn. Telja margir gamlir menn vestra, að 1. maígarður- inn sé hið versta áhlaup sem þeir hafi nokkru sinni lent í. Það voru heldur engin smáræðis skörð, sem höggvin voru í skipastólinn í veðri þessu. Fimm þilskip fórust með allri áhöfn, og verður þeirra nú getið. Draupnir var eign Kristins Havsteens, framkvæmdastjóra Gránufélagsins. Hann var nýtt skip að heita mátti, aðeins tveggja ára gamall, smíðaður af Bjarna Einars- syni. Var hann röskar 20 rúmlestir að stærð, þótti fremur vandaður að smíð, nema hvað stýrið var gamalt. Hafði það verið tekið úr öðru skipi, ónýtu, og sett í Draupni, vegna þess að skortur var á hentugu efni í stýri. Skipstjóri á Draupni vorið 1897 var ungur maður, bráðefnilegur, Jón Jónsson frá Pétursborg í Kræklinga- hlíð. Hafði hann ráðið á skip með sér
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.