Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Page 97

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Page 97
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 95 þrjá bræður sína, er allir voru korn- ungir, en mannsefni góð. Móðir þeirra bræðra var fátæk ekkja, er misst hafði í sjóinn mann sinn, tvo bræður og tvo móðurbræður. Aleiga hennar voru synirnir fjórir, sem á Draupni sigldu. í fyrstu veiðiferðinni um vorið hafði allt gengið vel, en meðan á henni stóð, deymdi ekkjuna undarlegan draum. Þóttist hún vera komin á sjó út, þar sem hvergi sá til landa, og gekk hún á öldunum. Verður hún brátt vör við skip á sjón- um og kenndi þar Draupni. Tvennt fannst henni einkennilegt við skipið. Annað það, að helst var sem það svifi í lausu lofti yfir haffletinum. Hitt var stýrið. Virtist það eitthvað öðruvísi en að venju, og glampaði á, sem bjartur málmur væri. Þóttist hún fara um borð og spyrja Jón son sinn, hverju gegndi um stýrið, en þótti hann svara á þessa leið: „Sérðu ekki, að það er gullstýri, mamma?“ Ekkjunni þótti draumur þessi einkennilegur, og bað hún son sinn þess lengstra orða, er hann kom inn úr fyrstu veiðiför, að láta aðgæta stýrið vandlega, áður en hann færi út aftur. Hét hann því og fór fram á, að svo yrði gert. Þessu var þó ekki sinnt, enda talinn óþarfi. Hélt Draupnir síðan út að nýju. Eftir að maígarðinum slotaði, fannst Draupnir rekinn í Barðsvík austan Horns á Ströndum. Hafði skipið að síðustu borið yfir sker og boða, stjórnlaust með öllu. Tvö lík fundust í skipinu. Var annað í há- setaklefa, en hitt vandlega bundið við framsiglu. Um stýri skipsins var það að segja, að stýrishausinn var algjörlega kubbaður af, en í efstu stýrislykkjuna hafði verið rekinn tréfleygur, auðsjáanlega til þess að sýna svart á hvítu, hvað skipinu varð að tjóni, stýrið brotnaði er mest reið á. Slys þetta þótti hið hörmulegasta, sem vonlegt var, og þung byrði ekkj- unnar, er missti alla fjóra sonu sína á sömu stundu. Um atburð þennan orti Matthías Jochumsson hljómmik- ið kvæði, þar sem brimgnýr og veðra- dynur er í hverri hendingu. Með Draupni fórust átta menn. Stormur hét annað þilskip frá Eyjafirði, sem fórst með allri áhöfn í veðri þessu. Hann var einnig nýr af nálinni.“ Það var margt sem olli þessu mikla mannfalli á skútum þeirra þjóða, sem stunduðu veiðar hér við land. Strönd landsins, og þá mest suðaust- urströndin, varð Frökkunum hættu- legust, en okkar skútur fórust hlut- fallslega meira í hafi vegna þess að þær voru minni skip og ónýtari til að bera af sér hafrót. Hinsvegar voru skútur okkar (kútterarnir) liðlegri skip til að forðast land, en hinar frönsku skonnortur. Kútterarnir náðu nær vindi en skonnorturnar, og gátu haldið sér betur við (hröktust ekki eins undan) en skonnortur fóru að flatreka í hvassviðri, og bárust þá hratt og stjórnlaust að landi í álands- veðrum. Skýra má hinar miklu slysfarir á íslensku skútunum með of harðri sókn. Mennirnir sem komu af ára- bátunum héldu skúturnar mikil haf- skip til sóknar og buðu þeim mikið, en vöruðu sig ekki á, að þessir segl- togarar sem við keyptum til landsins af Englendingum voru slitin skip, mörg komin til ára sinna og tóku að liðast og leka þegar mikið reyndi á þau. Hinu mikla kappi, sem alla tíð hefur fylgt sjósókn okkar Islendinga og gert fiskveiðarnar þær afkasta- mestu sem gerast með þjóðum, hefur fylgt mikið manntjón, svo sem lýst hefur verið. Það á þó ekki að vera stefnan að draga úr kappinu, heldur mæta því með auknu öryggi, þannig að sjómenn geti notið, fyrir sig og þjóð sína, og dugnaðar síns og kapp- semi án þess að láta við það líf sitt. Það hefur sýnt sig að þetta er hægt. Stórlega hefur dregið úr slysum, drukknanir við sjómennsku eru komnar niður í 6 af þúsundi eða svo, og er það langur vegur frá 26-27 af þúsundi, sem jafnaðarmannfallið var þegar saman hafa verið teknar árleg- ar tölur drukknaðra á áraskipum og skútum. Alltaf verður það svo, að íslenskt veðurfar og sjólag á fiskimiðum okk- ar mun sjá fyrir því, að sjósókn við Island fylgi nokkur áhætta. Mark- miðið á þó að vera, að menn láti ekki fremur líf sitt við sjósókn en aðra atvinnu. Það er rangur gangur, að menn deyi í fullu fjöri og langt um aldur fram af slysförum við atvinnu sína. Ekki er það réttur skilningur í sögu Yves frænd, að 3ja sjómílna land- helgi íslands hafi aukið Frökkum hættuna og orsakað „að Frakkarnir urðu sífellt að vera á úfnu hafi fyrir ströndum, sem ekki buðu neitt skjól.“ Frakkar höfðu fullan rétt til að leita vars í fjörðum og víkum og gerðu það ekki síður en íslending- arnir. Þá má og get þess, sem áður er lýst, að frönsku skonnortunum var betra að vera ekki grunnt á veiðum ef skörp hafátt rann á, þar sem þær voru ekki góð seglskip í beitivindi. Landið var þessum skipum hættuleg- ast, ekki rúmsjórinn. Þetta voru mik- il skip til að bera af sér sjóa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.