Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Síða 103
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
101
MINNST AFMÆLA
Þegar flett er Sjómannadagsblað-
inu til að leita upplýsinga um hvenær
Sjómannadagshald hafi hafizt á hin-
um ýmsu stöðum finnst ekkert um
það í greinum eða fréttum, sem send-
ar hafa verið blaðinu um árin nema
frá eftirtöldum stöðum:
ísafjörður 1938, Akureyri 1939,
Bolungavík 1939, Eskifjörður 1940,
Húsavík 1942. Það má merkja óljóst
af ýmsum frásögnum að yfirleitt hafi
Sjómannadagshald hafizt á stríðsár-
unum, sumstaðar ekki fyrr en eftir
stríð t.d. Keflavík 1947. Af frétt frá
Norðfirði má skilja að þar hafi Sjó-
mannadagurinn verið haldinn allt frá
því að hann var fyrst haldinn í
Reykjavík. Þar segir svo: „Sjó-
mannadagurinn hefur verið haldinn
hátíðlegur hér á Neskaupstað allt frá
því að Sjómannadagur var fyrst hald-
inn hér á landi“.
Nú væri það kærkomið Sjómanna-
dagsblaðinu að menn á hinum ýmsu
stöðum reyndu að rifja upp, hvenær
Sjómannadagur var fyrst haldinn í
plássi þeirra og nöfn forgöngumann-
anna mættu þá geymast hér í blað-
inu, sem hlýtur að skoðast hin al-
menna og aðgengilegasta heimildin
um þetta merka þjóðlífsfyrirbæri og
náttúrlega ekki síður merkur atburð-
ur í sjómannasögu landsins.
Þess var getið í Sjómannadags-
blaðinu í fyrra, að ísafjörður hefði
átt Sjómannadagsafmæli sama ár og
Reykvíkingar og Hafnfirðingar, en
þess ekkert minnst frekar, vegna
þess, að blaðið var þá helgað afmæli
Sjómannadagsins í Reykjavík og
Hafnarfirði enda þar að finna upp-
tökin óumdeilanlega. ísfirðingarnir
svo dæmi sé nefnt, nefna það að þeir
hafi haft spurnir af fyrirætlan sjó-
manna í Reykjavík að halda daginn
hátíðlegan, sem ekki er að undra
þar, sem Isfirðingur var forgöngu
maðurinn, Henry Hálfdansson, og
margir stofnenda Sjómannadagsins í
Reykjavík voru að vestan.
Þá má nefna það, sem skýringu við
snöggum viðbrögðum Isfirðinga, að
umræða sú, sem Henry hélt uppi á
togaraflotanum úti á miðunum fyrir
Vestfjörðum fór ekki framhjá ísfirð-
ingum, til dæmis hafa þeir heyrt,
þegar þeir Henry og Sigurjón Einars-
son voru að hvetja menn í talstöð úti
á Vestfjarðarmiðunum til mikillar
þátttöku í fyrsta Sjómannadagshald-
inu í Reykjavík. Það leiðir svo af
sjálfu sér að Bolvíkingum hefur ekki
fundizt sér síður skylt að halda Sjó-
mannadaginn hátíðlegan en ísfirð-
ingum og halda sinn dag ári síðar eða
1939. Akureyri var mikill síldarbær
og útgerðarbær og mikið líf í þeirra
síldarsjómennsku og svo eru Akur-
eyringar gleðskapar menn, eins og
aðrir Norðlendingar og ekkert haft á
móti því að við bættist einn sumar-
dagur að létta sér upp, og þátttaka
var mikil á Akureyri í Sjómanna-
dagshaldinu fyrstu árin.
Og segir nú fyrst af ísfirðingum,
sem orðnir eru fimmtugir.
Á Sjómannadaginn
Sendum öllum íslenskum sjómönnum
árnadaróskir á hátíðisdegi þeirra.
Verkalýðsfélag Akranes
Kirkjubraut 40