Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 137
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
135
var 500 kr. á viku, og þá sögðu 100 kr.
lítið upp í allan annan kostnað. Þá
þurfti að styrkja sum börnin til dvalar
og var það gert með framlögum úr
sjúkra- og styrktarsjóðum sjómanna-
félaganna. Sjómannadagsráð varð
að afla fjár til að mæta þeim kostn-
aði, sem dvalargjöldin hrukku ekki
fyrir.
Sjóður sá sem stofnaður var til að
safna fé í hét Barnaheimilissjóður
Sjómannadagsráð, tók óbreytt að sér
að annast sjálft sölu þeirra happ-
drættisíbúða, sem ekki voru dregnar
út og skyldu sölulaunin renna til
styrktar barnaheimilisrekstrinum.
Þá var og safnað fé í kvöldhófi Sjó-
mannadagsins, en mestu munaði að
tekinn var helmingur af ágóða sæl-
gætissölunnar í Laugarásbíói, þótt
sumir teldu vafasama heimild til þess
að nota það fé til annarra hluta en í
þágu Hrafnistuheimilisins nema að
undangenginni lagabreytingu sem
áður segir. Þetta var þó samþykkt á
aðalfundi, þar sem ekki var nema um
helming ágóðans að ræða. En á þess-
um sama Sjómannadagsráðsfundi í
október 1963 lagði Pétur formaður
fram stjórnartillögu um kaup á jörð-
inni Hraunkoti í Grímsnesi í því
skyni að reka þar þessa sumardvala-
starfsemi. Jörðin átti að kosta 350-
400 þúsundir króna. Land var af for-
ráðamönnum og forstöðukonu talið
mjög hentugt þarna á flötunum niður
undan hraunkantinum. Þarna voru
engar slysagildrur og börnin höfðu
víðan völj að hlaupa um. Ekki vildi
Sjómannadagsráð ganga lengra í bili
en samþykkja að athuga stjórnartil-
löguna og gerði ráðið sér ferð austur
að athuga allar aðstæður og reyndist
að þeirri ferð farinni jákvætt til kaup-
anna. Pétur taldi að um kjarakaup
væri að ræða, 740 hektarar lands á
350 þús kr. og óttaðist að Samtökin
misstu af þessum kaupum, því að
bíða þurfti aðalfundar til samþykktar
kaupanna. Pétur fékk í félag við sig
tvo kunningja sína í Sjómannafélagi
Reykjavíkur, þá Hilmar Jónsson og
Kristján Jóhannsson að festa sér
jörðina til kaupa til bráðabirgða. Á
aðalfundi Sjómannadagsráðs 15.
marz 1964 voru svo kaupin á Hraun-
koti samþykkt og í tillögu stjórnar-
Séra Sigurður H. Guðmundsson vígði sundlaugina, en Pétur er maðurinn bak við
Hraunborgarævintýrið, svo sem segir í söguútdrættinum. Til vinstri við höfðingja hins
andlega og veraldlega valds að Hraunborgum er Guðmundur Hallvarðsson og frú en
Guðmundur hefur eins og margir aðrir félagar hans í Sjómannafélagi Reykjavíkur
unnið mikið við Hraunborgir og verið þar mikill forgöngumaður.
r ‘ M ,... ■ ggf
yr
Minigolfið, sem Steingrímur smíðaði.
Golfvöllurinn, 9 hola völlur, þótt ekki sé hann stór hefur hann kveikt í mörgum, sem
síðan hafa verið ólæknandi.