Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Síða 144

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Síða 144
142 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Gamall vinur og félagi í Sjó- mannadagsráði var kvaddur í byrjun þessa árs. Hann hafði um nokkurt árabil búið að Hrafnistu í Hafnarfirði með eftirlifandi konu sinni Kristjönu Þorsteinsdóttur. Ólafur stríddi við banamein sitt í u.þ.b. eitt ár. Hann hafði marga hildi háð og komist lítt skaddaður frá flestum þeirra, en lokaorrust- unni tapaði hann eins og fyrir okkur öllum liggur. Ólafur var fæddur í Reykjavík og var móðir hans Sigríður Bjarnadóttir frá Björgum á Skagaströnd. Hann var tekinn í fóstur sem ungbarn að Hausa- stöðum í Garðahreppi til öndveg- ishjónanna Þorgerðar og Eyjólfs, sem þar bjuggu og gengu þau honum í móður og föðurstað. hann ólst þar upp og bjó hjá þeim ásamt fóstursystkinum sínum allt þar til hann gifti sig. Ólafur gekk í Flensborgarskóla í Hafnarfirði og útskrifaðist gagnfræðingur það- an. Ekki hefi ég sögur af því hvort hugur hans stóð til frekara náms, nema í Sjómannaskóla, þangað vildi hann, en það var ekki auð- hlaupið fyrir fátæka pilta í þá daga, enda efndi Ólafur ungur til heimilishalda með unnustu sinni Kristjönu Þorsteinsdóttur. Bæði voru ung og þurftu konungsbréf til að fá að giftast. Þau settu sam- an bú í Reykjavík og bjuggu í mörg ár við Brúnaveg í næsta ná- grenni við Hrafnistu sem kom sér vel fyrir Kristjönu sem veitti Þvottahúsi Hrafnistu forstöðu á þriðja áratug. Ekki var Ólafur síður kunnugur innviðum Hrafn- istu, því hann sat sem fulltrúi Sjó- mannafélags Reykjavíkur í Full- trúaráði Sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði í 27 ár. En auk þessa átti hann sæti í sjórn Sjómannafélagsins í 7 ár og um langt árabil í trúnaðarmannaráði þess, auk þess sem hann sat fjölda Alþýðusambands- og Sjómanna- sambandsþinga. Ólafur varð heiðursfélagi Sjó- Ólafur Sigurðsson, — Minning — F. 03-02-14 - D. 19-01-89 mannafélags Reykjavíkur á 70 ára afmæli þess árið 1985. Þegar ég fylgi gömlum vinum og samstarfsmönnum til grafar reikar hugurinn til baka, ekki ein- göngu til þeirra kynna sem maður hafði af viðkomandi einstaklingi, heldur einnig til þess tímabils sem starfað var saman. Þegar Ólafur var upp á sitt besta eða í þau 30 ár sem hann stundaði sjómennsku, stóð það tímabil togarasögunnar, þegar harðjaxlar og hreystimenni í áhöfn voru jafnumtalaðir og skip- in sjálf og fisknir skipstjórar þeirra, og voru gjarnan kenndir við skipin eins og karlinn sjálfur, enda margir með sama skipstjór- anum um áratuga skeið. Flestir voru úr röðum háseta, neta- manna, bræðslumanna og báts- manna en við unglingarnir sem fengum pláss á togara á þessum árum vissum að þeir eins og við, höfðu orðið að byrja í „pontinu'1 við að þvo fiskinn eftir aðgerð, niður í lest og sem „nálarfífl“ að rekja trollgarn í nálar, þegar allir sem til kunnu, unnu við netabæt- ingu. Við litum upp til þessara karla og vissum að við yrðum að standa okkur í þeirra augum, ekki síður en karlsins, þeir voru ekki síður fljótir að mæla unglingana út. Þeir sem ekki stóðu sig, urðu jú að taka pokann sinn og koma sér í land. I augum unglings kunnu þessir harðjaxlar allt, virt- ust geta allt, jafnvel þótt trollið kæmi upp hengilrifið og margvaf- ið um sjálft sig, oft á öðrum vírn- um Þeir kunnu ráð við öllu sem við kom veiðarfærinu, aflanum og skipinu sjálfu, en þeir réðu ekki við náttúruöflin, þótt þeir kynnu vel til þess að undirbúa sig undir átökin við þau og berjast oftast fyrir lífi sínu. Til raða þessara manna taldist Ólafur Sigurðsson um áratuga- skeið. Hann var lengst af með Hannesi Pálssyni skipstjóra og Hallgrími Guðmundssyni stýri- manni hans og síðar skipstjóra. Ólafur var nokkur ár hjá Skipaút- gerðinni, en fór svo í land sem verkstjóri til Togaraafgreiðslunn- ar þar sem Hallgrímur var for- stjóri. Ólafur var bátsmaður á fyrsta nýsköpunartogaranum sem sigldi til hafnar hér á íslandi, b/v Ingólfi Arnarsyni. Sýnir það tiltrú Hann- esar skipstjóra Pálssonar til Ólafs. Síðustu árin bjuggu þau hjón að Hrafnistu í Hafnarfirði og þar lést hann 19. janúar sl., Af svölum sínum sá hann til bernskustöðvanna þar sem fátæk einstæð móðir hans kom honum til fósturs hjá því fólki sem Ólafur mat mikils allt sitt líf. Hann var minnugur á allt hið góða sem hon- um og hans var sýnt og var síðar óspar á greiðvikni og vináttu við þá sem á þurftu að halda. Við sendum ekkju hans og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur. Pétur Sigurðsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.