Eimreiðin - 01.04.1931, Blaðsíða 16
120
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimreiðin
Þingrofið.
með bréfi fil forsætisráðherra dags. 9. þ. m., og er þar tekið
fram, að alþingismenn Alþýðuflokksins á alþingi 1931 séu
»nú í andstöðu við sfjórnina«. Undanfarna daga hefur hver
atburðurinn rekið annan í þinginu, og þeir harla óvæntir
margir. Sjálfstæðismenn báru fram vantraustsyfirlýsingu í
sameinuðu þingi, og var ákveðin 13. þ. m. umræða um hana.
I dag (14. apríl) skyldi umræðan fara fram, og var mikill
viðbúnaður um land alt að hlýða á ræður þingmanna, því
tilkynt hafði verið, að þeim yrði útvarpað. En áður en um-
ræður hófust las forsætisráðherra upp bréf konungs um, að
þing væri rofið og kosningar fari fram 12. júní næstk.
Þetta þingrofsbréf konungs hefur komið eins og
þruma úr heiðskíru Iofti yfir íslenzku þjóðina.
Lögfræðinga mun sennilega greina á um, hvort með því sé
stjórnarskráin brotin. En tiltækið er fáheyrt og ekki gott að
segja, hvað af því kann að leiða. Vel má vera, að þegar þetta
hefti kemur í hendur lesendum, hafi þeir viðburðir gerst í
landi voru, sem fáa órar nú fyrir.
Norðmenn gerast Dönum sífelt erfiðari í viður-
eigninni um Grænland. Fyrir kosningarnar í
haust til stórþingsins lagði Grænlandsnefndin í
Björgvin þær spurningar fyrir þingmannaefnin,
hvernig afstaða þeirra væri til Grænlandsmáls-
ins, og 10. marz síðastl. var þing mikið háð í Björgvin um
málið, og voru þar mættir fulltrúar frá stjórnmálaflokkunum
norsku. A þingi þessu var gerð svofeld ályktun og send bæði
norsku stjórninni og stórþinginu:
Vér höldum fast við sögulegan rétt vorn, bæði til Vestur-
Grænlands og Austur-Grænlands.
Urslitalausnin á Grænlandsmálinu er norrænt viðfangsefni,
og skorum vér því á norsku yfirvöldin:
1. Að vinna að því, að Grænland verði opnað fyrir sam-
göngur og verzlun.
Að styðja norskar rannsóknarferðir til Grænlands.
Að halda fast fram fullum rétti Noregs til Grænlands.
Þingið krefst þess, að inn í allar norskar kenslubækur
sé sett málsgrein um það, að Noregur hafi aldrei viður-
kent Kielarsamninginn frá 14. janúar 1814.
Grænlands-
máliö
í Noregi og
Danmörku.
2.
3.
4.