Eimreiðin - 01.04.1931, Blaðsíða 78
182
RAUÐA DANZMÆRIN
EIMREIÐIN
fjarstæðu af umhyggju fyrir henni, og að hún væri stálhraust.
Svo bað hún gestina að hverfa burt úr klefanum meðan hún
væri að klæða sig, en kallaði á dr. Bralez og sagði, að hann
gæti verið kyr sér til samlætis. Hún hélt svo áfram samræð-
unni við hann, meðan hún fór í fötin:
»Þér sáuð hvað þessir herrar voru hræddir um, að þeir
mundu ’nitta mig hér grátandi og yfirbugaða. Þér heyrðuð
hvernig þeir hughreystu mig. En hefðu þeir að eins vitað hvað
vel ég hef sofið! — —. Eg hefði ekki fyrirgefið þeim undir
neinum öðrum kringumstæðum að vekja mig svona snemma
dags. Hvað á það yfirleitt að þýða að taka menn af í dögun?
I Indlandi eru þeir nærgætnari. Þar er aftakan haldin hátíð-
leg í fullu dagsljósi, frammi fyrir fjölda gesta, og eru þeir
skrýddir ilmandi jasmín-blómum. Eg hefði miklu heldur viljað
fara til Vincennes eftir hádegið og borða áður góðan mið-
degisverð með vinum mínum. Þeir ætla þó víst ekki að skjóta
mig á fastandi maga. Hvað ráðleggið þér?<
»Glas af rommi,< svaraði læknirinn. Lögin heimila hinum
dauðadæmda að neyta þessa hjartastyrkjandi drykkjar og eins
vindlings, ef hann æskir þess.
»Það er ágætt. Gefið mér glas af groggi.*
Meðan Mata Hari var að sötra sykurvatn með rommi.
spurði hún um, hvernig veðrið væri. Henni var sagt, að úti
væri unaðslegur morgun.
»Þá verðið þið að fá mér fallegu yfirhöfnina, sem ég var
í, þegar ég kom,< sagði hún við nunnurnar.
Framkoma hennar var líkust því sem hún væri örugg um
sinn hag. Það var eins og hún vissi um einhver ráð til undan-
komu. Þegar einn foringjanna spurði hana, áður en lagt var
af stað, hvort hann gæti gert nokkuð fyrir hana, svaraði hún
gletnislega og þó með fyrirlitningu: »Nei, og þó ég þyrfti ein-
hvers með, mundi ég ekki leita til yðar.<
Á skrifstofu forstöðumanns fangelsins lagaði hún á sér
hattinn frammi fyrir speglinum, settist svo niður og skrifaði
þrjú bréf — eitt til dóttur sinnar, fult af móðurlegum ráð-
leggingum, eitt til hins franska vinar síns, sem hafði boðið
almenningsálitinu byrginn með því að mæta sem vitni í máli
hennar, og eitt til Marovs liðsforingja. Bréfin fékk hún löS'