Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1931, Síða 78

Eimreiðin - 01.04.1931, Síða 78
182 RAUÐA DANZMÆRIN EIMREIÐIN fjarstæðu af umhyggju fyrir henni, og að hún væri stálhraust. Svo bað hún gestina að hverfa burt úr klefanum meðan hún væri að klæða sig, en kallaði á dr. Bralez og sagði, að hann gæti verið kyr sér til samlætis. Hún hélt svo áfram samræð- unni við hann, meðan hún fór í fötin: »Þér sáuð hvað þessir herrar voru hræddir um, að þeir mundu ’nitta mig hér grátandi og yfirbugaða. Þér heyrðuð hvernig þeir hughreystu mig. En hefðu þeir að eins vitað hvað vel ég hef sofið! — —. Eg hefði ekki fyrirgefið þeim undir neinum öðrum kringumstæðum að vekja mig svona snemma dags. Hvað á það yfirleitt að þýða að taka menn af í dögun? I Indlandi eru þeir nærgætnari. Þar er aftakan haldin hátíð- leg í fullu dagsljósi, frammi fyrir fjölda gesta, og eru þeir skrýddir ilmandi jasmín-blómum. Eg hefði miklu heldur viljað fara til Vincennes eftir hádegið og borða áður góðan mið- degisverð með vinum mínum. Þeir ætla þó víst ekki að skjóta mig á fastandi maga. Hvað ráðleggið þér?< »Glas af rommi,< svaraði læknirinn. Lögin heimila hinum dauðadæmda að neyta þessa hjartastyrkjandi drykkjar og eins vindlings, ef hann æskir þess. »Það er ágætt. Gefið mér glas af groggi.* Meðan Mata Hari var að sötra sykurvatn með rommi. spurði hún um, hvernig veðrið væri. Henni var sagt, að úti væri unaðslegur morgun. »Þá verðið þið að fá mér fallegu yfirhöfnina, sem ég var í, þegar ég kom,< sagði hún við nunnurnar. Framkoma hennar var líkust því sem hún væri örugg um sinn hag. Það var eins og hún vissi um einhver ráð til undan- komu. Þegar einn foringjanna spurði hana, áður en lagt var af stað, hvort hann gæti gert nokkuð fyrir hana, svaraði hún gletnislega og þó með fyrirlitningu: »Nei, og þó ég þyrfti ein- hvers með, mundi ég ekki leita til yðar.< Á skrifstofu forstöðumanns fangelsins lagaði hún á sér hattinn frammi fyrir speglinum, settist svo niður og skrifaði þrjú bréf — eitt til dóttur sinnar, fult af móðurlegum ráð- leggingum, eitt til hins franska vinar síns, sem hafði boðið almenningsálitinu byrginn með því að mæta sem vitni í máli hennar, og eitt til Marovs liðsforingja. Bréfin fékk hún löS'
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.