Eimreiðin - 01.04.1931, Blaðsíða 88
192
RADDIR
eimreiðin
„betra er seint en aldrei". En hvaö mörgum tugum þúsunda króna skyld'
um.viðjhafa tapað á því að hefjast ekki handa um þetta næstu árin
fyrir stríðið? Þá var verðlag og vinna margfalt ódýrara en nú. Þá voru
engar steinlagðar götur til í bænum. Nú verður að rífa þær upp, e^
leggja ætti hitaveitu í stórhýsi miðbæjarins. Svona mætti halda áfram að
telja. í þessu máli, sem mörgum öðrum, sannast á okkur hið fornkveðna:
„að hika er sama og tapa“. Við grípum tækifærin venjulega of seint
og töpum. A. J. J.
Er mögulegt að hita Reykjavík upp með Laugunum?
í síðasta hefti „Eimreiðarinnar" er getið um, að einn bær hér í Banda-
ríkjunum, Boise í Idaho, sé hitaður upp með jarðhita. í sambandi við
þessa frásögn bendir ritstj., dr. Valtýr, á það, hvort ekki væri tiltækileg*
fyrir Reykjavík að íhuga þetta, því líkur væru til, að hana mætti hita
upp með sömu aðferð. Er sú bending í fylsta máta virðingarverð, °S
sjálfsagt ætti að vera, að henni væri gaumur gefinn, því það er eitt ^
nauðsynja- og velferðarmálum Islands, að þar sé innleitt alt það, er
landinu getur í framtíðinni orðið til hagsældar og velferðar, hvort heldur
það er I verklegu eða andlegu tilliti og hvaðan sem það kemur. Þetta
mál ætti vissulega að geta orðið Islandi velferðarmál. Svo mikið er þaf
af hverum og laugum.
En af því að „Eimreiðin" er ekki á því hreina „hvort nokkuð er
hæft í þessu" (hefur það aðeins úr blöðum), þá kom mér til hugar,
undir eins og ég las þetta í „Eimr.“, að fá frekari vitneskju um þetta,
því auðvitað er þá fyrst hægt að veita þessu fult athygli, þegar sann-
reynd er fengin um, að þetta sé virkileiki — sé satt í raun og veru.
Ttl þess nú að fá áreiðanlegar upplýsingar um þetta, þá skrifaði ég
borgarstjóranum í Boiseborg („Eimr.“ kallar borgina Baise, en það er
ekki rétt) og bað hann um upplýsingar þessu viðvíkjandi.
Svaraði hann samstundis1) með bréfi því, er hér fer á eftir í íslenzkr1
þýðingu:
Boiseborg, Idaho
(skrifstofa borgarstj.),
7. febr. 1910.
A. J. Johnson, Chicago, III.
Kæri herra!
Ég hef meðtekið bréf yðar, dagsett 4. þ. m., þar sem þér spyrjisl
fyrir um upphitun með heitu hveravatni í þessari borg. í austurenda
borgarinnar höfum við heitar laugar, sem búnar eru til af manna völduin
1) Hér hef ég sett svohljóðandi neðanmálsklausu: > Menn á þessu landi, æðri setf
lægri, eru fljótari og fúsari að svara bréfum — hverju sem þeir eru beðnir að svara
en flestir Austur-íslendingar, sem ómögulegt er að nudda svar út úr, hvernig sem að er
farið. Og hvað þetta snertir, eru margir af hinum svokölluðu leiðandi mönnum — heldn
mönnum — og höfðingjum, verstir allra«.
Hafa orðið mikil umskifti í þessa átt, til hins betra, á síðustu 20 árum ? A.J.J-