Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1931, Blaðsíða 64

Eimreiðin - 01.04.1931, Blaðsíða 64
168 RAUÐA DANZMÆRIN eimreiðiN fyrir lögvísi, ekki að eins í föðurlandi sínu heldur og erlendis. Það var óvanalegt, að glæpamenn slíkir sem Mata Hari fengju svo færa verjendur eins og Clunet var. En sérstakar ástæður lágu til þess, að honum var leyft að takast þetta starf á hendur. Hann var maður mjög aðlaðandi og hinn kurteisasti, hvítur fyrir hærum og fyrirmannlegur. Hann var sæmdur orðu heiðursfylkingarinnar frá 1870. Mun þetta alt hafa átt sinn þátt í að vekja virðingu herréttarins fyrir hinum aldna hermanni. Þegar Mata Hari stóð á hátindi frægðar sinnar, varð Clunet ástfanginn af henni, og um eitt skeið höfðu þau verið mjög kunnug. Þótt hann væri nú hálfáttræður, var hann enn undir áhrifum þessarar gömlu kendar. Söguna uw hið sorglega ástaræfintýri þeirra er að finna í bók eftir Charles Hirsch. Er hinum aldna lögmanni og hinni göfugu skapgerð hans Iýst þar af samúð og skilningi. Herrétturinn kom saman í Assizes-dómsölunum. Forsætið skipaði Sempron sveitarforingi, áður yfirmaður lífvarðarins. Vfirheyrslur fóru fram fyrir lokuðum dyrum, og fengu engir aðrir aðgang en meðlimir réttarins, sækjandi og verjandi, auk liðsforingja eins og varðmannanna, sem fylgdu ákærðu, ásamt vitnum þeim, sem stefnt hafði verið í máli hennar. Liðsfor- inginn var Massard majór úr herforingjaráðinu, og honum eigum vér að mestu leyti að þakka upplýsingarnar um réttar- rannsóknina. Hann hefur lýst henni í bók sinni »Parísar- njósnarar*, og er engin önnur áreiðanleg opinber skýrsla til um það mál, enda munu frönsku yfirvöldin ekki hafa kaert sig um að gera neitt uppskátt um það. Það er sameiginlegt um leynilögreglu allra landa að halda starfsaðferðum sínum leyndum. Auk þess voru svo margir málsmetandi menn flæktir við leynibrellur og ástaræfintýri Mötu Hari, að réttinum mun hafa þótt sanngjarnt, eftir ástæðum, að hlífa þeim við þeirri vansæmd, sem opinber réttarrannsókn mundi hafa haft í för með sér fyrir suma þeirra. Fanginn fyrir herrétti. Stóri salurinn, þar sem herrétturinn sat, var tómlegur, og þögn grúfði yfir rykugum bekkjunum, sem rúmuðu fjölda áheyr- enda. Virtist staður þessi undarlega fjarlægur skarkala heims-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.