Eimreiðin - 01.04.1931, Blaðsíða 102
EIMREIÐIN
Ný skáldsaga.
Halldór KUjan Laxness: ÞÚ VÍNVIÐUR HREINI — saga úr flæðar-
málinu. Reykiavík 1931 (Bókadeild Menningarsjóðs). — „Laxness er
magnaðasti jarðvöðull á ritvelli þjóðar vorrar", sagði gamall sveitabcndi
við mig nýlega, og hló við. Hann vandaði að vlsu ekki til orðanna, en
það var auðfundið, að hann meinti það sem hann sagði. Reginmælsk3
Laxness í rituðu máli er landskunn. Hún varð það með tveim síðustu
bókum hans: „Vefaranum" og „Alþýðubókinm". Og hún er mjög áber-
andi I þessari síðustu bók hans. En gallar hinnar freyðandi mælsku ern
færri en áður. Losarabragurinn minni en áður. Og orðkyngin meiri-
Stíllinn fastari. Enginn getur neitað því, að Laxness hefur stórum betra
vald á málinu en áður, og hann ræður yfir miklum orðaforða. Stíll hans
er, I þessari bók, breiður og magni þrunginn. En smekkleysurnar erU
ekki með öllu horfnar.
Að því er ætla má, er saga þessi í rauninni aðeins fyrsta bókin Á
langri sögu, og hefur höfundurinn sett tvo undirtitla að þessari bók, svo
sem til að sýna nánar um hvað hún fjallar. Undirtitlarnir eru: Ástin °8
Dauðinn.
Og hvert er svo efnið?
Strandferðabáturinn skilar af sér mæðgum tveim á Iand í smáþorp'
einu, af því þær skortir fargjald til að komast Iengra suður, þangso
sem ferðinni er heitið. Þær lenda á Hernum, og eftir að hafa geng>®
frá Heródesi til Pílatusar, þ. e. a. s. frá kaupmanninum til prófastsinSr
og þaðan til læknisins í þorpinu, I leit að atvinnu, hafnar móðirin lok5
með dóttur sína, 11 ára, hjá landshornamanni einum og drykkjusvolsi
sem kemur þeim í vist hjá gömlum fátæklingshjúum þarna i þorpinU’
En Steinþór, svo hét landshornamaðurinn, tekur móðurina, SigurlínU’
frillutaki strax fyrstu nóttina, sem þær mæðgur fá þak yfir höfuðið I nýin
vistinni. Viðskifti móðurinnar og Steinþórs þessa nótt eru hin fyrstu kynnl
telpunnar, Sölku litlu Völku, af ástinni, og þau kynni verða til þess að
opinbera barninu þann beizka sannleika, að það þekki ekki móður sín*»
sem læðist burt „í myrkri næturinnar, til þess að lifa sínu eigin l*f* •
Sigurlína hefur gengið í Sáluhjáparherinn, og er lífinu á Hernum lýs* !
löngum, orðmörgum frásögnum. Líf hennar er eitt ógurlegt samblarid 3
guðsorðaaustri, bænalestri og árangurslausri baráttu við kynhvatir sjálfrar
sín — og við Steinþór, sem er henni ofjarl í öllum viðskiftum. Salka
litla Valka elst upp í þessu umhverfi, og setur það sitt fasta mót á a'1
hennar sálarlíf. Hún verður fyrir aðkasti annara barna, er uppnefnd °S
á engan að. Eins og sólargeisli kemur Arnaldur litli í Kófinu inn * ,n
hennar, hann, sem var fenginn til að kenna henni lestur ogskrift. En Steinþór
er hinn illi andi þeirra mæðgna. Salka Valka fær sín fyrstu persónulegu ky»nl
af ástinni, sem hún hafði áður kynst aðeins sem áhorfandi. Steinþór gerir 1*1'
raun til að taka stjúpdóttur sína nauðuga, eftir að hafa misþyrmt móður henn'
ar, og er frásögn sú öll hin svakalegasta. Hann kemst undan á flótta og er