Eimreiðin - 01.04.1931, Blaðsíða 49
e'MREIÐIN
DR. JEAN CHARCOT
153
Suðurheimsskautslönd, sem dr. Charcot hefur fundið og gefið nöfn.
°9 1 þetta sinni naut hann góðrar aðstoðar herra Pleneaus,
sem er með allra glaðlyndustu mönnum, sem ég hef þekt.
En í slíkum ferðum er lífsháskinn alt af yfirvofandi. Kuld-
>nn og myrkrið eru daglegir óvinir, en svo bætist við óveður
°3 veikindi, og fararstjórinn finnur þá meira en ella alla
aWrgðina, sem á honum hvílir. — Hinn 18. júlí veiktist einn
^ helztu mönnunum í förinni, herra Matha, hættulega, og
ækrurinn dr. Charcot varð þá að standa á verði gegn dauð-
anum eins og sla'psherrann Charcot varð að gera tíu dögum
Seinna gegn öflum náttúrunnar, þegar óveður og hafís ætluðu
að brjóta skip hans í spón. En Matha batnaði og óveðrinu
s °faði, og Charcot hélt áfram rannsóknum sínum og könn-
Unarferðum á skíðum, sleðum og bátum. — Þannig leið vorið,
°9 þegar komið var hásumar, 26. dez., þá yfirgaf „Frangais“
Vnr fult og alt eyjuna Wandel og sigldi lengra í suður.
ðurheimsskautslönd, sem dr. Charcot hefur fundið og gefið nöfn.