Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1931, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.04.1931, Blaðsíða 38
EIMREIÐIN Sýnishorn ættgengrar hagmælsku. Fyrir og eftir miöja 19. öld bjuggu að Langhúsum í Fljóts- dal á Héraði hjón: Sigfús Sigfússon og Þorbjörg Jónsdóttir. Sigfús var greindur og gætinn, þrifnaðarmaður og fastheldinn við fornar venjur og trygt búskaparlag, vinavandur og vinfastur. Þorbjörg húsfreyja var honum samhent mjög, góð kona og gáfuð. Hún var kunn í nágrenninu fyrir hagmælsku, þó hún færi dult með; lifa sumar vísur hennar enn á vörum ýmsra þar eystra. Skulu hér að eins tilfærðar tvær um þorrann og góuna: Lundhýr þorri þýddi mund, þandi skúr um holt og sand, undir fjalla ultu’ á grund, anda hlýjum blés á land. Um góuna er aftur þessi: Rastir saman fjúka fast, festir góa slæman gest, kastar éljum kynja hast, kestir snjóa hylja flest. Eitt barna þeirra hjóna hét Sigfús. Gerðist hann bóndi á heiðarkoti í Skógum eystra, er heitir Skagasel. Kona hans hét Guðfinna, systir Sæbjarnar bónda Egilssonar heitins að Hrafnkelsstöðum, föður Magnúsar heitins Iæknis í Flatey á Breiðafirði. Guðfinna og þau hjón bæði voru ljóðelsk, en fátæk. Eru þau fyrir allmörgum árum dáin, en tvær dætur þeirra lifa enn, og eiga heima í Fljótsdal eystra; heitir önnur Rannveig, hin Margrét, báðar prýðisvel greindar og bókelskar, en lítt efnum búnar. Eitt sinn voru þau feðgin, Sigfús yngri og Margrét dóttir hans, á ferð yfir Fljótsdalsheiði, innan til, í fegursta veðri. Blasir þaðan við öll norðausturbrún Vatna- jökuls frá Kverkfjöllum suður undir Víðidal, og örskamt frá jökulbrúninni, beint inn af Fljótsdal, rís Snæfellið, fagurt og tignarlegt, næst hæsta fjall landsins. Varð Sigfúsi þá þessi vísuhelmingur af munni: „Snæfellstindinn háa hreina himinlindar gyltir binda".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.