Eimreiðin - 01.04.1931, Blaðsíða 18
122
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimreiðin
samkomulagið gott milli Dana og Norðmanna
ogTsland. fyr en Grænlandsmálið sé leyst á viðunandi hátt.
Það hefur komið til orða að leggja málið undir
úrskurð alþjóðadómstólsins í Haag, en sumir Norðmenn efast
um, að Danir fáist til þess. Málið er mikið á dagskrá í Nor-
egi. En hvað gerir Grænlandsnefndin íslenzka, eða er hún
ekki einhversstaðar til? Grænland hefur verið nefnt nýlenda
Islands. Það er því ekki úr vegi, að Islendingar fylgist með
því, sem rætt er og ritað um landið meðal frændþjóða vorra.
Þess vegna hefur verið skýrt nokkuð frá þessu máli hér.
Ekkert er líklegra en að til breytinga dragi innan skams um
stöðu Grænlands og framtíð. Norðmenn munu ekki láta sitja
við orðin tóm, ef að líkindum lætur. Og Danir sjálfir eru
farnir að ókyrrast, þrátt fyrir ummæli Staunings. Grænland
er svo tengt Islandi sögulega, að Islendingar geta ekki setið
hjá, þegar réttur norrænna þjóða til landsins er ræddur —
og metinn.
Um bækur. Þú getur verið ríkur án þess að eiga nokkuð. Margur
fátæklingurinn er ríkari en sá, sem getur veitt sér jarðnesk gæði. Það
skiftir mestu máli, hvernig vér kunnum að færa oss það í nyt, sem oss
mælir. Bók er pappír, prentsverta og kápa. Til þess að hún verði annað
og meira, verðurðu að hafa tileinkað þér efni hennar. Bókasafn, sem
aldrei er notað, er eins og kölkuð gröf, og óhreyfðar bækur í löngum
hilluröðum eru eins og líkkistur frægra feðra. Og þó hefur þeim pen-
ingum aldrei verið eytt að óþörfu, sem farið hafa fyrir bækur. Þær eru
eins og alabastursbuðkur konunnar. í þeim eru dýrmæt smyrsl, sem
aldrei þrjóta, hve oft sem þú hefur þau um hönd. Innstæða í bókum ef
höfuðstóll, sem aldrei rýrnar. J. Ramsay MacDonald.
Trú og vísindi. Undirstaða allrar vísindastarfsemi er sannfæringiu
um, að skipulag og samræmi ráði í allri tilverunni, en slík sannfæring
er trúarlegs eðlis. Trúartilfinning mín er fólgin í lotningarfullri undrun
yfir því skipulagi, sem opinberast í því litla broti veruleikans, sem hin
daufa sjón vor mannanna fær skynjað. Albert Einstein.