Eimreiðin - 01.04.1931, Blaðsíða 58
162
DR. JEAN CHARCOT
eimreiðin
lagði hann þeim lífsreglurnar og kendi þeim ráð til að verjast
skyrbjúg.
Þann 5. dag ágústmánaðar kom „Pourquoi pas?“ hingað til
Reykjavíkur, og voru þá liðin 12 ár síðan dr. Charcot hafði
verið hér. Dáðist hann mjög að framförunum hér og þeim
stakkaskiptum, sem Reykjavík hafði tekið.
Þessi fyrsta för Charcots til Grænlands varð einungis til
þess að auka löngun hans til að kynnast landinu nánar og
kanna betur hin stórmerku jarðlög við Scoresby-Sund (Hurry
Inlet hefur verið nefnd Paradís jarðfræðinga). En úr þeim
hafði hann haft með sér heim sýnishorn, sem l’Academie des
Sciences þótti svo mikið til koma, að það óskaði eftir því,
að hann færi þangað aftur til þess að sækja meira verkefni til
rannsóknar. Hann lagði því aftur af stað næsta ár, en hrepti
þá ilt veður og hitti fyrir mikinn hafís; lífsháskinn og erfið-
leikarnir urðu þá svo miklir, að þegar dr. Charcot kom hingað
til Reykjavíkur í heimleiðinni, sagðist hann aldrei oftar fara
til Grænlands. — Þó hafði vísindalegi árangurinn orðið mikill,
og „Pourquoi pas?“ var fyrsta skipið, sem heimsótti þessa
nyrztu nýlendu heimsins, sem Danir með miklum tilkostnaði
og fyrirhöfn höfðu komið á fót árinu áður, eins og þegar
hefur verið minst á.
En dr. Charcot átti eftir að sigla einu sinni enn innan um
Grænlandsísinn. Það var þegar hann fór til þess að leita að
þeim Amundsen, Guilbaud og förunautum þeirra. Eftir árang-
urslausa leit kom hann hingað til Reykjavíkur 31. ágúst s. á.
Arið 1929 kom hann hingað aftur, og allir vinir hans hér
höfðu búist við honum hingað síðastliðið sumar á alþingis-
hátíðina — en það fórst því miður fyrir.
Starfsemi dr. Charcots er og hefur verið mjög margþætt,
en þar eð heimsskautaferðir hans eru aðalþátturinn, og sá
sem hefur borið hróður hans og Frakklands út um allan heim,
þá kaus ég aðallega að minnast á þessa starfsemi hans. Hann
er mikils metinn rithöfundur, hefur ritað þrjár stórar, fróð-
legar og skemtilegar bækur um ferðalög sín, mikla bók uw
Christopher Columbus og þar að auki ýmsar ritgerðir um
vísindaleg efni (lífeðlisfræði, gerlafræði, landafræði, sjávar-
rannsóknir og segulmagn jarðarinnar). Hann er félagi í ótal