Eimreiðin - 01.04.1931, Blaðsíða 92
196
FRÁ VNGSTU SKÁLDUNUM
EIMREIDIN
Frá fjarlægri heimsálfu hefur Eimr. borist þetta kvæði:
Átlhagaþrá.
í töfra bjartast glit,
vér heyrum yfir höfði
af helgum vættum þyt.
Sem falli fljót að ægi,
sem fley, er leitar hafnar,
svo leitar þrá vor Iöngum
á léttum vængum heim;
hún brúar breiðust höfin
og bláan loftsins geim.
Hún sveipar svala kletta
í sumars gróður-skrúða;
hún breytir ís í blómstur,
er brosa hýrt við sól;
hún klæðir alt í kóngsdýrð,
sem komin væru jól.
Hún breiðir yfir bæinn,
á bakka sævar, ljóma;
hún reifar tún og tinda
Hún opnar huliðs-heima
í hól og dökku bjargi;
hvert strá á feðra-foldu
hún fegrar. — Konungsborg
er leikvöllurinn litli
með lundi, fríðust torg.
Sem falli fljót að ægi,
sem fley, er leitar hafnar,
svo leitar þrá vor löngum
á léttum vængjum heim;
hún brúar breiðust höfin
og bláan loftsins geim.
Richard Beck.
Þá koma tvö kvæði eftir nýjan höfund:
Hallgerður langbrók.
Með lokkana bjarta sem geislaglóðir
og glampandi augun blá
var Hallgerður fagra í föðurgaröi,
hún fylti hvern svein af þrá,
af þrá eftir hennar hlýja faðmi
og hvíld við dúnmjúkan barm.
Þeir þráðu að teiga af varaveigum
og vefja’ hana sterkum arm.
Menn hljóta það sjaldnast, sem
hjartað þráir,
og hér fór á sömu leið,
því enginn hrepti’ hana af ungum
sveinum
og enginn fékk laun, sem beið.
Höskuldur mat lítils ást og æsku
og atgervi sveinum hjá,
ef gull fylgdi eigi og göfgar ættir
og goðorð og völdin há.
Til fjár var hún gefin, og Höskulds
hjarta
var heillað af auðsins gnægð.
Um ást var ei talað, né hvernig hennar
hamingja bæld var og lægð.
Því var ei að undra þótt illa færi,
er ástin fékk holundarsár,
oghamingjumeyjar ogblíðu varblótið
á blótstalli valda og fjár.
Hún unni fáum af frændum sínum
og frændrækni smárrar naul.
Hún fjöturinn þunga, er þrengdi
að hjarta,
með Þjóstólfs morðexi braut.
Og þætti henni ekki þyngjast harmar
við Þorvaldar heljarfár,
þá grét hún að aftni grimmum tárum,
er Glúmur fékk banasár.