Eimreiðin - 01.04.1931, Blaðsíða 42
146
DR. JEAN CHARCOT
eimreiðiN
Enda hlustuðu á hann oft 500—600 manna í einu, sem voru
komnir úr öllum áttum, til að drekka í sig nýjar hugmyndir,
og hann hafði lag á að heilla að sér ágæta lærisveina, svo
að Salpetriére-skólinn fékk meira orð á sig en nokkur annar
skóli nútímans. Meðan
dr. ]ean Martin Char-
cot lifði, var hann ekki
að eins álitinn mesti
spítalalæknir (Kliniker)
Frakklands, heldur alls
heimsins.
Sonur hans, ]ean
Baptiste Etienne Au-
guste Charcot, er fæddur
1867 í NeuilIy-sur-Seine
(útborg Parísar). Hann
stundaði læknisfræði í
mörg ár, bæði í Sal-
petriére-skólanum hjá
föður sínum og einniS
við »l’Institut Pasteur*
hjá þeim Roux oS
Metchnikoff. En honum
skildist fljótt, að vandi
fylgir vegsemd hverri.oS
að það að vera sonur
heimsfrægs manns er tvíeggjað sverð. Það opnar auðveldleS3
margar dyr, sem annars eru lokaðar ungum mönnum, en það
eru erfiðleikarnir, sem stæla viljann, og hinn ungi Charcot
var alt of frumlegur og þrekmikill til að geta látið sér næsi3
að vera það, sem Frakkar kalla »le fils de papa« (einuns'5
sonur föður síns). Hugur hans snerist snemma að sjómensku
og landkönnunum, og hefur hann sjálfur sagt frá því, hverniS
þessi köllun vaknaði hjá honum. Á bernskuárum hans fóru
hinar hugmyndaríku sögur ]ules Verne sigurför um heiminn-
og ekki hvað sízt voru þær metnar af unglingum í hans eis'n
landi. Sú saga, sem einna mest hreif Charcot, þegar 'hann
var barn, var *Les aventures du Capitaine Hatteras«, og 3