Eimreiðin - 01.01.1932, Blaðsíða 62
50
BINDING
EIMKEIÐIN
Hann huggaði sig við það, að karl og kona, sem færu ein-
förum, þyrftu ekki endilega að vera trúlofuð, og einmitt hérna
var sérstök ástæða til að ætla að svo væri ekki: kaupakonan
myndarleg og elskuleg, en Geiri bara ræfill. Þegar ]ói rök-
hugsaði þannig fram og aftur og því lengra sem leið fram
á haustið, þá leið honum betur og því sannfærðari var hann
um, að hér væri alt eins og það ætti að vera.
Haustið var búið. Kaupafólkið var farið. Kaupakonan 1
Geirólfsholti fór án þess að ]ói fengi tækifæri að hitta hana-
Geiri í Dal var farinn eitthvað út í veður og vind, enginn visst
hvert, og öllum stóð lika hjartanlega á sama. Réttir voru afstaðn-
ar, haustannir og slátursferðir búnar; það hafði snjóað í lanSan
tíma, og fé var fyrir nokkru komið á gjöf. Þá bar gest að
garði á Harðarstöðum, og hann sagði þau tíðindi, að nú værJ
Geiri í Dal trúlofaður og kærastan væri kaupakona, sem hefð'
verið í Geirólfsholti í sumar, heldur myndarleg stelpa.
]ói stóð höggdofa, blóðið streymdi til andlifsins, svitin11
spratt út úr enninu, hann fyrirvarð sig að láta fólk sjá þe**a
og fór fram.
>Andskotans sunnudagsbindingin!« tautaði hann hálfha
fyrir munni sér. Ef hún hefði ekki komið fyrir, hefði Ge‘r!
aldrei trúlofað sig kaupakonunni frá Geirólfsholti, það vasrl
]ói og hún sem nú væru trúlofuð og hamingjusöm. Eða
hversu mikill munur var ekki á manngildi ]óa og Geira -
Hver gat tekið Geira og hafnað ]óa? Hver gat tekið r*h >
en hafnað gæfu? Það voru atvikin, sem léku ]óa grátt,
Sigurður bóndi var sá, sem stjórnaði þessum atvikum — ÞaU
voru öll honum að kenna.
Eins og elding, sem lýstur niður, fyltist ]ói í einni svipaI*
óstjórnlegri gremju til húsbónda síns. Hann hljóp niður stiS
ann og út. Hann ásetti sér að tala við Sigurð, en hvar var
hann? ]ói hét því með sjálfum sér að skamma húsbón a
sinn óbóta skömmum, úthúða honum sem þrælmenni og kvi
indi fyrir auðvirðilega framkomu við vinnufólkið. Hann vaf
ákveðinn að ganga úr vistinni í dag, heimta kaupið sitt o9
skaðabætur fyrir helgidagsvinnu.
Hlaðan var opin, Sigurður hlaut að vera í henni. ]ói nen
ist þangað í einni svipan einbeittur og ákveðinn; þegar hann