Eimreiðin - 01.01.1932, Blaðsíða 35
EIMREIÐIN
HANNES HAFSTEIN
23
Vfir fjandsamlega tilheyrendur. Sjálfsagt hefur það líka vakað
^yrir honum að tryggja með þessu góða sambúð Dana og
islendinga á Garði, og þá meðfram að sýna það, að Danir
væru of miklir menn til þess að erfa ummæli, sem komið
höfðu í augnabliks æsingu. Hafstein lét til leiðast, enda litu
ilestir íslendingar á það sem íslenzkan sigur, ef þessu mætti
verða framgengt. Ottosen skipaði sér í fylkingarbrodd með
^önum í undirbúningi kosningarinnar. Hafstein flutti ræðu,
Sem enginn ágreiningur var um, hvorki meðal fylgismanna
hans né andstæðinga, að væri hin ágætasta, og var hún þó
mlög í íslenzkum anda. Með andstæðingum hans varð það
að herópi, að hann hefði svívirt danska fánann, og þess
Ve9na mætti hann ekki verða kosinn. Hann náði ekki kosn-
ln9u, af því að fáeinir Islendingar létu sig vanta. Munurinn
Var víst eitt eða tvö atkvæði.
En þó að ég hafi sagt þessar sögur frá stúdentsárum
^annesar Hafstein, í því skyni að varpa nokkuru ljósi yfir
at9ervi hans og innræti, þá ér mér það vel Ijóst, að það er
skáldið frá þeim árum, sem einkum ber að minnast. Skáld-
^aPurinn fylti svo hug hans þá, að hann bygði öðru út.
Etann olli því meðal annars, að Hafstein fékk ekki svo góða
Prófseinkunn í lögum, sem búast hefði mátt við af svo ágæt-
Um námsmanni. Ég ritaði í Lögréttu dálitla grein um þá út-
9áfu af ijóðum hans, sem út kom árið 1916. Ég verð að láta
mer nægja að lokum að taka upp nokkurar línur úr þeirri
grein;
c9 veit ekki, hvort nokkrum er kunnugt um Islending,
aetn hafi verið meira bráðþroska en Hannes Hafstein. Á
essum árum lét hann, stundum dag eftir dag, rigna yfir
«ur vini sína ljóðum, sem okkur fundust merkilegir við-
reir í bókmentum þjóðarinnar — og voru það líka. Ljóð
,.Ssa tvítuga manns hafa orðið »klassisk«. Þau hafa verið á
v°rum hvers íslendings, sem nokkurn tíma hefur tekið sér
1 oiunn. Menn hafa vitnað til þeirra, að sínu leyti eins
til alþektra málshátta. Börnin hafa lært þau í skólum og
eimahúsum. Menn hafa lesið þau og sungið í ölteiti. Og
restarnir hafa farið með erindi úr þeim á prédikunarstólnum.
arandspákona náði einu sinni í hann á þessum árum.