Eimreiðin - 01.01.1932, Blaðsíða 50
38
BLÓÐRANNSÓKNIR
eimreiðiN
Mótstaða þýsku dómstólanna er því nú væntanlega endan'
lega yfirunnin með þessum úrskurði.
Ég þekki ekki til afstöðu annara dómstóla en hinna þýz^u
og dönsku í þessum málum, en eins og ég hef þegar tekið
fram hafa þeir viðurkent gildi blóðrannsóknanna og dæmai
eftir þeim, þar sem þær geta komið að gagni.
Því miður er það ekki nærri alt af, að blóðrannsóknio
getur komið að gagni, því að flokkar aðilanna geta staðið
þannig af sér, að ekkert sé upp úr blóðrannsókninni haf'
andi. Það hefur verið reiknað út, að til að útiloka einn af
tveimur frá faðerni barns, sé líkur til að blóðrannsóknin kowi
að gagni í 25°/o af tilfellunum. Ef reiknað er með Bei-11'
steins-formúlunni, eins og nú er alment farið að gera,
eykur það nokkuru við möguleikana til að blóðprófið kon11
að gagni.
í lögunum nr. 46 frá 1921 um óskilgetin börn stendur, a
dómara beri af eigin hvötum að afla allra fáanlegra sannana
fyrir þeim atriðum, sem bent geti til þess, hver muni vera
faðir óskilgetins barns. Og samskonar fyrirmæli eru í löSun1
nr. 57 frá sama ári um afstöðu foreldra til skilgetinna barna.
ef vefengt sé faðerni barns.
Blóðprófið hlýtur að falla inn undir þessa grein. En þá e[
spurningin hvort unt sé að .heimta af málsaðilum, að ÞesSl
rannsókn sé gerð. Það þarf að prófa blóð allra málsaðila.
þó að þetta sé ekki stór aðgerð, þar sem aðeins er stunS1
með nál í eyrnasnepilinn, þá er ekki hægt að heimta Þe^a
gert, ef viðkomandi neitar. Venjulega eru það karlmennirntf>
sem óska að prófið sé gert, ef vera kynni að það gæti l°sa
þá við faðernið.
Oft kemur það fyrir, að móðirin neitar að láta gera prófnn
ina á sér og barninu. Þá strandar náttúrlega alt. En ef fraIfl
burður hennar er réttur, þarf hún vitanlega ekkert að óttas -
Hinsvegar getur blóðprófið komið upp um hana, ef hún he
ur sagt rangt til, og ég fyrir mitt leyti vildi ekki Sefa Þeirrl
konu eiðinn, sem ekki þorir að láta blóðprófið fara franl
Og undir engum kringumstæðum mundi ég vilja láta »°
sverja barn upp á mann, ef blóðrannsóknin leiddi í l)°s’
maðurinn gæti ekki verið faðir að barninu.