Eimreiðin - 01.01.1932, Blaðsíða 124
112
KREUTZER-SÓNATAN
eimreidin
hans? Ef þú vilt, skal ég gjarnan láta hann hætta að koma
hér inn fyrir dyr. Og sé þér ekki um, að hann komi hingað
á sunnudaginn, þarftu ekki annað en senda honum nokkrar
línur og segja, að ég sé ekki vel frísk, og svo verður auð-
vitað ekkert úr því að hann komi. Einu óþægindin yrðu þaU'
að við höfum þegar boðið öðrum, og ef til vill kynni einhver,
og þá fyrst og fremst hann sjálfur, að halda, að hann sé mer
hættulegur. En ég er alt of stolt til að þola, að nokkur haldi
slíkt um mig«.
Þetta var alls engin uppgerð. Hún trúði á það, sem hun
var að segja. Hún vonaði þá Iíka, að hún gæti, með því að
tala þannig, vakið fyrirlitningu á honum með sjálfri sér, svo
sem vörn gegn honum. En henni heppnaðist það ekki. Alt
hjálpaðist að til að sigra hana, og þá fyrst og fremst rækals
fiðluspilið. Þannig stóð alt við það, sem áður hafði verið
ákveðið. Gestirnir komu næsta sunnudag, og þau spiluðu
aftur saman.
XXIII.
Eg þarf víst ekki að taka það fram, að ég var mjög he-
gómagjarn. En hvar væri ég og mínir líkar komnir nú a
dögum, ef við værum ekki hégómagjarnir. Við hefðum Þa
ekkert að lifa fyrir. Þenna umrædda sunnudag hugsaði eS
um það eitt, að miðdegisverðurinn yrði sem viðhafnarmestur
og kvöldboðið yrði sem dýrðlegast. Ég valdi sjálfur boðsgest-
ina og keypti alt sjálfur til veizlunnar. Klukkan langt geng>n
sex kom hann ásamt gestunum. Hann var kjólklæddur, oS
veitti ég því eftirtekt, að skyrtuhnapparnir hans voru frámuna-
lega smekklausir, þó að þeir væru demantsskreyttir.
Hann var mjög framur og fljóíur til að svara öllu, sem
hann var spurður um. Það lék alt af þetta sama bros um
andlit hans, svo sem tákn þess, hve fús hann væri og fljótur
að meta annara tilsvör. Hann var einn af þessum einkenni-
legu mönnum, sem með framkomu sinni vilja láta líta svo út,
að hvað svo sem sagt er eða gert, þá sé það einmitt það’
sem þeir hefðu vænst að fá að heyra eða sjá.
Það var mér hrein fróun að setja sem vandlegast á nuS
alt, sem hægt var að finna honum til foráttu, því gallar hans