Eimreiðin - 01.01.1932, Blaðsíða 122
110
KREUTZER-SÓNATAN
eimreiðin
Ég flutti mig frá henni, svo að hún gæti ekki snert mig-
»Þú ert óánægður út af því, að ég skuli ætla að spila á
sunnudaginn, sé ég er«, tók hún aftur til máls.
>Nei, ég er alls ekki óánægður«, svaraði ég.
»Eins og ég sjái það ekki!«
»]æja, gott og vel, ég óska þér þá til hamingju með skarp-
skygnina. En ég sé annað, og það er það, að þú hagar þér
eins og skepna*.
»Ef þú ætlar að brúka svona munnsöfnuð, þá fer ég
mína leið«.
»]á, blessuð farðu, en viltu gera svo vel að muna það, að
þó að sæmd mín og barnanna sé einskis virði í þínum aug-
um, þá er hún mér dýrmæt — svo getur þú farið til fjandans
fyrir mér!«
»En hvað gengur annars að þér?«
»Farðu! í guðs bænum farðu þína leið!<
Annaðhvort lét hún svo sem hún ekki skildi mig, eða hún
hefur í raun og veru ekki gert það. Að minsta kosti fanst
henni sér misboðið, og hún varð reið. Hún stóð á fætur, en
fór þó ekki, heldur stóð úti á miðju gólfi.
»Það er alveg ómögulegt að lynda við þig upp á síðkastið-
Sjálfir englarnir á himnum mundu gefast upp við að umgang*
ast mann eins og þig!« Þannig reyndi hún að særa mig sem
mest og minti mig nú einnig á það, að ég hefði eitt sinn 1
bræði helt óbótaskömmum yfir systur mína. Hún vissi vel, nð
mig hafði iðrað þessa, og var því ljóst, að tilgangur hennar
með að minna mig á þetta atvik, var ekki annar en sá
særa mig sem eftirminnilegast. Loks sagði hún: — »Efí*r
slíka framkomu getur maður búist við öllu af þér«.
»]á, þetta getur hún, fyrst lítilsvirt mig, svívirt nafn fflitt
og heiður og síðan í þokkabót kent mér um alt saman . • •*
sagði ég við sjálfan mig og varð svo sárreiður, að ég hafð*
aldrei áður orðið eins. I fyrsta skifti síðan ég giftist fann eg
þörf hjá mér til að gefa reiði minni útrás í athöfn, en ekk*
orðum eingöngu. Ég stökk á fætur og gekk að henni. ES
man, að ég spurði sjálfan mig hvort rétt væri að láta undan
þessari þörf minni, og svaraði sjálfum mér játandi, því Þa^
mundi hræða hana. í stað þess því að bæla niður reiði mína»