Eimreiðin - 01.01.1932, Blaðsíða 138
126
RITSJÁ
eimreiðint
íyrir þessu lík, í sögu sálrænna rannsókna. Síðara atriðið er mynd, sem
kom fram í Crewe, en þangað fór Soffanías Thorkellsson og sat fyr'r
hjá ljósmyndamiðlinum Hope. Myndin ásamt vottorðum nokkurra kvenna,
sem þektu Ingveldi sál., er hvorttveggja í bókinni.
Það er þó ekki sannana-þunginn, sem gerir bók þessa hugðnsma,
heldur hugsanir þær, sem birtast í bréfum hinnar veiku stúlku. Sumir
kaflarnir í þeim brefum opinbera lesendunum dýpt þeirrar fegurðar, sem
þjáningin fær stundum skapað. Hitt getur vitanlega hver og einn gert upp-
við sjálfan sig um Ieið og hann les bókina, hvort taka eigi trúanlegan
síðari þátt hennar, bréfin að handan. Ef til vill getur lesandinn það ekki-
En það er þá gotf fyrir hann um leið að hafa í huga, að það er „harla
margt á himni og jörðu, sem heimspekina dreymir ei um“.
Upplag bókarinnar hefur verið gefið til tæringar-spítalanna á fslandi:
Kristneshælis og Vífilsstaða. Verð hennar er 5 krónur.
LÖGRETTA, sem áður kom út vikulega um tuttugu og sex ára skeið,-
hefur nú færst í tímaritshorf með árinu 1932, og á að koma út annan
hvern mánuð. Fyrsta hefti þessa nýja árgangs er nýlega komið út, °8
eru í því greinir um ýmisleg efni, flestar eftir ritstjórana, þá feðga Þor-
stein Gíslason og Vilhjálm Þ. Gíslason. Um víða veröld, fréttabálkur sá,
sem um langt skeið hefur komið í hverju blaði Lögréttu, heldur hér
áfram undir stjórn Vilhjálms Þ. Gíslasonar. Eru í honum fréttasrein,r
um ýms markverð efni. Þorsteinn Gíslason á þarna all-ítarlegt erindi um
Bjarna skáld Thorarensen. í grein um þýðingar slæst Guðmundur Frið
jónsson upp á Leo Tolstoj út af Kreutzer-sónötunni, sem nú er að koma
í Eimreiðinni, og telur söguna snauða að skáldskap. Er nógu gaman 1
þessu sambandi að minnast þess, að öðrum eins smekkmönnum á bók-
mentir eins og ritstjórum Lögréttu þótti svo mikið til þessarar sögu koma,
að þeir höfðu lokið við að þýða nokkuð af henni, og átti sagan
birtast í Lögréttu, ef hún hefði ekki einmitt um það leyti byrjað að
koma út í Eimreiðinni. Þykir Guðmundi sagan ennfremur klúr, eins °S
rússnesku ritskoðurunum fyrir þrjátíu árum. Gerist höfundur Ólafa' 1
Ási nú broslega umvöndunarsamur á annara verk, þar sem jafnvel sjálfn1
Tolstoj er veginn og léllvægur fundinn. Enn er í þessu Lögréttuhef*1
grein um bók sænska Iæknisins Axels Munlhe, San Michele, og þýðinS3’'
á nokkrum köflum úr henni. Upphaflega er bók þessi skrifuð á enskm
en hún hefur verið þýdd á mörg lungumál og farið mikla sigurför, enda
er hún snildarverk.
JÖRÐ, hið nýja tímarit Björns O. Björnssonar, presls að Ásum
Skaflártungu, flytur grein um fræðslukerfi íslands, sem er þess verð, 3
henni sé gaumur gefinn. Hún er ein af mörgum röddum, sem heyrast
hvaðanæfa af landinu um að eitthvað sé bogið við kenslumálin okkai
íslendinga, þrátt fyrir alla skólana og allar fjárfórnir ríkisins til þeirra-
Til kenslumála hafa farið árið sem leið skv. skýrslu fjármálaráðherra