Eimreiðin - 01.01.1932, Blaðsíða 130
118
RADDIR
eimreiðin
gulu, blóðbletiuðu olíusvunturnar og stabkarnir, síldin, tunnurnar, fjallið
fyrir handan pollinn, — alt var þetta svo „lifandi uppmálað", að mann
langaði Iíka til að fara að velta tunnu. Og svo skein sólin í heiði yfir
fjall og fólk, þetta skínandi sólskin, sem fylgir flestu því, sem Frey-
móður málar.
Það var von þótt fólkið glápti.
Osjálfrátt datt mér í hug, að myndin væri annað og meira en síldar-
vinna á Siglufirði. Það skein út úr henni einhver smitandi gleði■ Er
ekki dýrðlegt veður í dag, og er ekki gaman að vinna, þegar svona
mikið aflast af síldinni og allir fá vasana fulla af peningum?
Fyrir nokkrum dögum gekk ég upp Bankastræti. Þar stendur þá heill
hópur af fólki fyrir framan búðarglugga og horfir á nokkur málverk, seiti
voru þar til sýnis. Það leyndi sér ekki, að flestum fanst mikið til unl
myndirnar. Þær voru af ýmsum stöðum norðanlands. Mest bar á mynd
af Hrísey. Ein var af Eyjafirði, akbrautinni vestan árinnar, sandeyrum 1
ánni og sveitinni andspænis. Alt var þetta svo laukrétt og sjálfu sér Iíkt>
að undrum gengdi, og þó ljóslifandi. Svo var og um myndir úr Svarf-
aðardal. Tún og engjar, hús og heimili voru þar lifandi komin, svo nserri
lá að maður berði að dyrum, til þess að fá sér kaffi, ef maður vildi þá
ekki heldur fara út að slá. En það minnir mig, að glaða sólskin væri á
og yfir öllum þessum myndum. Mér datt í hug, að það hefði átt að vera
að minsta kosti illviðri á einni!
„Freymóður er fundvís á fallega staði“ sagði einn af áhorfendunum-
„Og það er ekki nóg að hann máli þá alveg eins og þeir eru. Hann
puntar þá síðan með sólskini, svo þeir sýnast helmingi fallegri en þeir eru!
Svo segir grísk saga, að Parracius málari hafi deilt við annan málara,
Zeuxis aö nafni, um það hvor þeirra málaði betur. Zeuxis málaði þa
vínber af svo mikilli Iist, að fuglar komu fljúgandi og ætluðu að efa
berin. Þótti þá öllum, að betur gæti enginn gert. Parracius kvað sína
mynd undir dúk, sem var þar. Zeuxis vildi svifta dúknum af myndinm,
en hann var þá málaður! Kvað Zeuxis sig þá yfirunninn, því Parracius
hefði blekt sig, sjálfan málarann.
Það skyldi þó ekki fara þannig fyrir Freymóði málara, að konu1
hans gangi út úr léreftinu og fari heim með manni, eða að bændur set|-
ist að á jörðum hans og fari að gera þar jarðabætur!
Mér sýnast allar horfur á, að þannig fari að Iokum með myndirnar
hans Freymóðs. G. H-
Hitlers-trúbrögð á íslandi. Ég Ieyfi mér hér með að vara ís-
lenzka lesendur við ritgerðum hr. Jakobs Jóh. Smára um mannflokka-
kenningar Hitlers-flokksins þýzka í næst-síðasta hefti Eimreiðarinnai.
Ritgerðir þessar eru ein sönnun þess, hve svokallaðir mentamenn 15'
lenzkir standa vegna einangrunar berskjaldaðir gagnvart hverri húmbugSs
kenningu útlendri og loddaravizku, sem kemur þeim fyrir sjónir (ven)U
lega af einhverri tilviljun), án þess að geta gert sér nokkra grein fyrir