Eimreiðin - 01.01.1932, Blaðsíða 125
EIMREIÐIN
KREUTZER-SÓNATAN
113
Serðu mér rórra í skapi og sannfærðu mig um, að hann væri
of lítilmótlegur í augum hennar til þess, að hún gæti orðið
hrifin af honum. Það hafði hún líka sjálf sagt. Eg leyfði því
afbrýðiseminni alls ekki að komast að. I fyrsta lagi hafði ég
begar fengið nóg af henni og þráði hvíld. í öðru lagi vildi
ekkert fremur en geta trúað staðhæfingu konu minnar og
Serði það líka. Þótt ég væri þannig laus við afbrýðisemina
ab mestu, var ég samt ekki eins og ég átti að mér, hvorki
undir borðum né á eftir, áður en byrjað var að spila. Eg
Uar hvorki eðlilegur gagnvart honum eða henni og hafði ná-
kvæmar gætur á augnaráði þeirra og hreyfingum.
Borðhaldið var bæði leiðinlegt og vanabundið, eins og alt
af við slíka miðdegisverði. Hljóðfæraleikurinn hófst fljótlega
eftir að staðið var upp frá borðum.
Ó, hve ég man ennþá alt vel, sem gerðist þetta kvöld! Eg
man hvernig hann bar fiðlukassar.n inn í salinn, hvernig hann
°Þnaði hann, svifti ísaumuðum silkidúknum (sem einhver stúlkan
bafði saumað fyrir hann) ofan af fiðlunni, tók hana upp og
byrjaði að stilla hana. Ég man hvernig konan mín settist við
sla9hörpuna. Hún reyndi að vera róleg og láta sem ekkert
v*ri, en ég sá vel, að hún var kvíðin og treysti ekki leikni
s'nni. Ég man hvernig hún sló fyrir hann a-tóninn hvað eftir
a"nað, meðan hann var að stilla, og hvernig hann strauk
boganum yfir strengina, ýmist með löngum dráttum eða stutt-
Um og snöggum. Ég man hvernig þau hagræddu nótnaheft-
Unum og hvernig augu þeirra mættust, hvernig þau litu á til-
beyrendurna meðan þeir voru að fá sér sæti, og hvernig þau
sbiftust á nokkrum orðum rétt áður en þau byrjuðu. Sam-
s*undis breyttist svipur hans, varð alt í einu strangur, alvar-
'egur, og þó fullur samúðar. Hann virtist hlusta með athygli
eft'r tónunum, sem hann knúði með varúð fram úr strengjum
f‘blunnar, í nokkrum máttugum bogadráttum. Slagharpan tók
Undir kall hans. Samleikurinn hófst.
Posdnyschev þagnaði. Hvað eftir annað endurtók hann
sama einkennilega hljóðið. Þegar hann ætlaði að taka til máls
aftur, fékk hann alt í einu svo mikinn ekka, að hann varð
bagna að nýju. Þegar hann hafði náð sér aftur, hélt hann
úfram:
8