Eimreiðin - 01.01.1932, Blaðsíða 136
124
RITSJÁ
EIMREIÐIN'
Ég hef áður fekið fram, að sumt sé belur shýrt, einkum þjóðhagir a-
14. og 15. öld, en venja hefur verið til í kenslubókum í íslandssögu, en
samt hygg ég yfirburði sögunnar í heild fram yfir aðrar sögur engan-
veginn svo mikla, að nauðsyn bæri til að gefa út bók þessa. Það mun
að vissu leyti mega kostur teljast, að sagan nær fram til síðustu tíma-
En vandi er að skrifa um atburði síðustu ára, því að þeir eru mörgum
viðkvæmt mál. Mun ég hér engan dóm á leggja, hversu höf. hafi farnast
í því efni. Jðharin Sveinsson frá Flögu.
Magnús Helgason: KVÖLDRÆÐUR í KENNARASKÓLANUM
1909 —1929, Rvík 1931 (Prestafélag íslands).
Það er eitthvað heilbrigt og kjarnmikið við öll þessi erindi, 16 að
tölu, sem flutt eru fyrir nemendum í Kennaraskólanum upphaflega, en
birtast nú hér í bókarformi. Þau bera það öll með sér, að þau eru
samin af manni með fagra og fastmótaða lífsskoðun, manni, sem ann
drengskap, manni, sem er fyrst og fremst íslendingur f húð og hár, og ann
fyrst og fremst íslenzkum fræðum, þó að hann geti einnig brugðið sér
til annara þjóða og leitað þangað umræðuefna, þeirra, sem vel eru
fallin til að vekja og hrífa unga áheyrendur og lesendur. í erindunum
er haldið á lofti göfugum hugsjónum og þau eru flutt á fögru máli. Sum
þeirra eru ljóðræn, bæði að efni og formi, og hefur þó höfundurinn víst
aldrei gert kröfu til að kallast skáld. Það er ýmislegt í þessum erindum,
sem er fyrir utan og ofan aldaranda vorra tíma, eins og t. d. mat höf-
undarins á ættjarðarástinni, en úr henni gera nú sumir Iítið. D*min>
sem höf. velur sér að umtalsefni í erindi sínu um ættjarðarástina eru
tekin úr sögu Noregs 1814 og 1905. Um ættjarðarást vor íslendinS3
segir höf. meðal annars: Við höfum varla „fórnað einum dropa af blóÖ’
fyrir ættjörðina frá landnámstíð til þessa dags, svo að mér finst næstum
því, að við megum standa með kinnroða, er við hugsum um alt, sem
aðrar þjóðir hafa þar lagt í sölurnar, og verðum að tala með sérstakrl
hógværð og varúð um það efni, að þvf er við sjálfir eigum hlutinn aðr
rétt eins og við séum þar að fara með helgan dóm, sem við höfum enn
tæplega áunnið okkur rétt til að fara með eða tala um“. Og síðar »
sama erindi segir höf., að hann geti varla hugsað svo til atburðanna 1
Noregi 1814 og 1905, að honum verði ekki hugsað til vor íslending3'
Og hann spyr: „Hvenær ber oss þá gæfu að höndum, að sameiginleS
ógn og voði geri oss alla að samhuga bræðrum?" Ættjarðarást vor >s'
lendinga er vafalaust ekki minni en annara þjóða, en hún brýst sjaldan
fram í verki. Hún er bæld undir ofurvaldi sundrungar. Hversu marS‘r
mundu því ekki geta tekið undir með höfundinum og talið það gæfu» e
einhverja þá hættu bæri að höndum, sem sameinaði alla þjóðina um ein-
huga átak til bjargar. Slík hætta er ef til vi!I nær en margur heldur, °S
reynir þá á samtökin og samhuginn.
Hér er ekki rúm til að fara út í fleiri einstök atriði, sem rædd eru
þessari bók. Einar H. Kvaran hefur ritað all-langan inngang, *em er