Eimreiðin - 01.01.1932, Blaðsíða 120
108
KREUTZER-SÓNATAN
eimreiðin
þau hefðu ekki getað orðið ásátt um hvaða lög þau ættu að
velja, hvort það ættu að vera þungar, sígildar tónsmíðar, eins og
til dæmis sónata eftir Beethoven fyrir slaghörpu og fiðlu, eða
létt smálög. Þó að þetta væri alt mjög einfalt og trúlegt, sem
hann sagði, var ég þó sannfærður um, að hann færi með tóma
lýgi og að þau hefðu ekki gert annað en að taka saman ráð
sín um það, hvernig þau gætu farið á bak við mig.
Ekkert er ömurlegra fyrir giffa menn, sem eru afbrýði'
samir, en reglur þær, sem hefð hafa hlotið í viðskiftum manna
og kvenna, svo enginn finnur að þær séu varhugaverðar í
neinu. Það væri ekki fil annars en að gera sig hlægilegam
ef maður færi til dæmis að reyna að koma í veg fyrir sarn-
drátt manna og kvenna á danzleik eða samdrátt á milli læknis
og kvensjúklings hans eða samdrátt þann, sem listin, svo sem
málaralistin og þó einkum tónlistin, kemur stundum af stað-
Hvað er líka ilt í þessu? Maður leggur stund á einhverja
hina göfugustu list, en til þess að það sé hægt, er nauðsyn*
legt að geta umgengist meðstarfskonu sína með sérstakri alúð-
sem alls ekki er af neinum illum toga spunnin, þó að heimsk'
ur og afbrýðisamur eiginmaður sjái ef til vill eitthvað óssemi'
legt við hana. Þó vita allir, að það eru einmitt slík og
atvik, sem flestum hjónaskilnaðarmálum valda nú á dögum.
Felmtur sá, sem hafði gripið mig, duldist þeim auðsjáan-
lega ekki. Ég gat lengi ekki komið upp nokkru orði. ES
var eins og full flaska á hvolfi, sem ekkert kemur úr af Þvl
hún er alt of full. Mig Iangaði til að hella yfir hann óbóta
skömmum og reka hann á dyr, en ég fann, að ég varð enn
s_em fyr að vera alúðlegur við hann. Og það var ég l’ka-
Ég lét svo sem ég væri mjög hrifinn af tillögum hans, sagð'
ist reiða mig algerlega á smekkvísi hans og réði henni til
gera það sama. Hann stóð við eins lengi og nauðsynlegt
til þess að við gætum jafnað okkur eftir óþægindin, sem hin
óvænta koma mín hafði valdið, — er ég stóð alt í einu þeSl'
andi í dyrunum, með skelfingarsvip á andlitinu.
Um leið og hann fór lét hann svo, sem þau væru nú ása
um hvað leika skyldi næst. Ég var hinsvegar alsannfærður
um, að það væri alt annað sem þau væru að hugsa 11
heldur en það, hvað þau ættu að spila. Ég fylgdi honum 1