Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Page 18

Eimreiðin - 01.05.1970, Page 18
82 EIMREIÐIN voru og ástæða er til að kalla ís- lenzk þjóðlög, birtustu í frönsku riti árið 1780. Þetta eru fimm lög og eru þannig til komin að danskur tónlistarmaður skrifaði þau upp eftir söng Jóns Ólafs- sonar frá Grunnavík. Síðan segir fátt af þjóðlögum okkar fram undir miðja 19. öld. Þá var danska tónskáldið Berg- green að gefa út safn þjóðlaga frá ýmsum löndum heims og fékk hann þá nokkuð af lögum frá íslandi. Níu þeirra voru prentuð í safni hans, en fleiri eru enn til og eru geyrnd í Konung- lega bókasafninu í Kaupmanna- liöfn. Þar á meðal eru fyrstu rímnalögin, sem hafa verið sett á nótur svo vitað sé.“ — Það hefur þá mikið komið í leitirnar síðan, því að í þjóð- lagasafni séra Bjarna Þorsteins- sonar eru prentuð 250 rímnalög auk alls annars, eða er ekki svo? „Jú, þar er einmitt komið að jreim manni, sem mest allra vann að því að varðveita íslenzk þjóð- lög. Hann safnaði þjóðlögum í um það bil aldarfjórðung frá 1880—1905 og skráði þau eftir söng manna. Á árunum 1906— 09 gaf hann út hið mikla rit, íslenzk þjóðlög, og það er óhætt að segja, að á þeirri bók fremur en nokkru öðru byggist vitneskja okkar um íslenzk þjóðlög. Á þeim tíma sem Bjarni Þor- steinsson var að safna þjóðlög- um voru engin tök á að gera það með öðru móti en því að skrifa lögin með nótum eftir því sem fólk söng þau. Það er ákaflega erf- itt starf, því nótnaskriftin reynist oft ófullnægjandi og nær ekki alltaf yfir þá tóna sem sungnir eru. Ennfremur eru ýmis sér- kenni á flutningsmáta og radd- beitingu, sem ógerlegt er að skrifa. Ef við tökum sem dæmi íslenzkan rímnakveðskap, þá verður ekki sýnt með nótum hvernig sumir kvæðamennirnir fara að því að kveða.“ — Og nú er allt hljóðritað? „Já, aðstaðan gjörbreyttist þeg- ar tæki til hljóðritunar komu til sögunnar. Þá var fundin aðferð til að varðveita lögin nákvæm- lega eins og fólk fer með þau. Og erlendis varð þetta til þess að efla þjóðlagasöfnun að miklum mun. I fyrstu voru notaðir vax- valsar, síðar grammófónplötur og loks segulbönd. Hér á landi hafa þjóðlög einnig verið varðveitt með þess- um aðferðum, og er sitthvað til á vaxvölsum og plötum. En eink- um er það síðasta áratuginn sem þessi starfsemi hefur aukizt og allmiklu efni hefur verið safnað á bönd. Eitt atriði er sameiginlegt öll- um þessum lögum bæði í hand- ritum, prentuðum bókum og á hljóðritunum. Þau eru öll söng- lög. Engin hljóðfæratónlist hefur

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.