Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Síða 18

Eimreiðin - 01.05.1970, Síða 18
82 EIMREIÐIN voru og ástæða er til að kalla ís- lenzk þjóðlög, birtustu í frönsku riti árið 1780. Þetta eru fimm lög og eru þannig til komin að danskur tónlistarmaður skrifaði þau upp eftir söng Jóns Ólafs- sonar frá Grunnavík. Síðan segir fátt af þjóðlögum okkar fram undir miðja 19. öld. Þá var danska tónskáldið Berg- green að gefa út safn þjóðlaga frá ýmsum löndum heims og fékk hann þá nokkuð af lögum frá íslandi. Níu þeirra voru prentuð í safni hans, en fleiri eru enn til og eru geyrnd í Konung- lega bókasafninu í Kaupmanna- liöfn. Þar á meðal eru fyrstu rímnalögin, sem hafa verið sett á nótur svo vitað sé.“ — Það hefur þá mikið komið í leitirnar síðan, því að í þjóð- lagasafni séra Bjarna Þorsteins- sonar eru prentuð 250 rímnalög auk alls annars, eða er ekki svo? „Jú, þar er einmitt komið að jreim manni, sem mest allra vann að því að varðveita íslenzk þjóð- lög. Hann safnaði þjóðlögum í um það bil aldarfjórðung frá 1880—1905 og skráði þau eftir söng manna. Á árunum 1906— 09 gaf hann út hið mikla rit, íslenzk þjóðlög, og það er óhætt að segja, að á þeirri bók fremur en nokkru öðru byggist vitneskja okkar um íslenzk þjóðlög. Á þeim tíma sem Bjarni Þor- steinsson var að safna þjóðlög- um voru engin tök á að gera það með öðru móti en því að skrifa lögin með nótum eftir því sem fólk söng þau. Það er ákaflega erf- itt starf, því nótnaskriftin reynist oft ófullnægjandi og nær ekki alltaf yfir þá tóna sem sungnir eru. Ennfremur eru ýmis sér- kenni á flutningsmáta og radd- beitingu, sem ógerlegt er að skrifa. Ef við tökum sem dæmi íslenzkan rímnakveðskap, þá verður ekki sýnt með nótum hvernig sumir kvæðamennirnir fara að því að kveða.“ — Og nú er allt hljóðritað? „Já, aðstaðan gjörbreyttist þeg- ar tæki til hljóðritunar komu til sögunnar. Þá var fundin aðferð til að varðveita lögin nákvæm- lega eins og fólk fer með þau. Og erlendis varð þetta til þess að efla þjóðlagasöfnun að miklum mun. I fyrstu voru notaðir vax- valsar, síðar grammófónplötur og loks segulbönd. Hér á landi hafa þjóðlög einnig verið varðveitt með þess- um aðferðum, og er sitthvað til á vaxvölsum og plötum. En eink- um er það síðasta áratuginn sem þessi starfsemi hefur aukizt og allmiklu efni hefur verið safnað á bönd. Eitt atriði er sameiginlegt öll- um þessum lögum bæði í hand- ritum, prentuðum bókum og á hljóðritunum. Þau eru öll söng- lög. Engin hljóðfæratónlist hefur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.