Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Page 21

Eimreiðin - 01.05.1970, Page 21
þjóðlagaspjall 85 unni, og lengst héldust þau við passíusálmana, sem voru sungnir á föstum á nálega hverju heimili, þar sem sálmasöngur var iðkað- ur.“ — Þá er eftir að minnast á eitt af því, sem sérstæðast er talið í þjóðlegum söng íslendinga, en það er tvísöngurinn, og vér biðj- um Helgu Jóhannsdóttur að segja nánar frá honum. „Tvírödduð lög koma fyrir af og til í íslenzkum handritum. Elztu dæmin eru á skinnbókar- blaði, sem var skrifað á Munka- þverá í Eyjafirði árið 1473. Heimildir okkar um tvírödduð lög ná því yfir býsna langt tíma- bil, þótt lögin í handritum séu ekki svo ýkjamörg. Þau eru alls 26, eftir því sem mér er kunnugt um. 12 þeirra eru við latneska texta, en 14 við texta á íslenzku. Sum þeirra eru nefnd tvísöngs- lög í handritunum sjálfum. Elztu tvírödduðu lögin, sem varðveitt eru hér á landi bera það ótvírætt með sér, að þau eru runnin frá þeim tvíraddaða söng, sem þróaðist í kaþólskum lönd- um sunnar í álfunni einkum á 12. öld og var iðkaður þar bæði innan kirkjunnar og utan. Með tímanum tekur þessi söngur nokkrum breytingum hér á ís- landi, en furðulegt má telja hve lengi hann var iðkaður. Bjarni Þorsteinsson prentar í íslenzkum þjóðlögum 42 lög í tvísöng, eins og hann þekkti til að þau væru sungin á síðari hluta 19. aldar, einkum í Húnavatns- sýslu. Allt bendir til að tvísöng- ur hafi lifað lengst þar og í Skaga- firði. Ef tvísöngslögin hjá Bjarna eru borin saman við lögin úr handritunum, þá er þeim það sameiginlegt að raddirnar fara á víxl hvor upp fyrir aðra og radd- svið aðalraddar og fylgiraddar er nokkuð svipað. í handritunum er algengasta tónbilið á milli raddanna fimmund, en önnur tónbil koma þó oft fyrir. Tví- söngslögin í safni Bjarna ganga að mestu leyti í samstígum fimm- undum og allar ljóðlínur enda þar þannig að tónbilið á milli raddanna er fimmund. í hand- ritum enda ljóðlínur oftast á fimmund, en þar er einnig al- gengt að þær endi á áttund eða einund. í handritum er um það bil helmingur tvísöngslaganna í dórískri tóntegund. í safni séra Bjarna er hins vegar ekkert tvísöngslag í dórískri, heldur er meiri hlutinn þar í lýdískri tón- tegund — sem er töluvert algeng í íslenzkum þjóðlögum. Sú tón- tegund er að því leyti frábrugð- in venjulegum dúr, að fjórði tónn tónstigans er hækkaður um hálftón. Við kunnum öll lag, sem er ágætt dæmi um lýdíska tón- tegund og það er lagið við ís-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.