Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Síða 21

Eimreiðin - 01.05.1970, Síða 21
þjóðlagaspjall 85 unni, og lengst héldust þau við passíusálmana, sem voru sungnir á föstum á nálega hverju heimili, þar sem sálmasöngur var iðkað- ur.“ — Þá er eftir að minnast á eitt af því, sem sérstæðast er talið í þjóðlegum söng íslendinga, en það er tvísöngurinn, og vér biðj- um Helgu Jóhannsdóttur að segja nánar frá honum. „Tvírödduð lög koma fyrir af og til í íslenzkum handritum. Elztu dæmin eru á skinnbókar- blaði, sem var skrifað á Munka- þverá í Eyjafirði árið 1473. Heimildir okkar um tvírödduð lög ná því yfir býsna langt tíma- bil, þótt lögin í handritum séu ekki svo ýkjamörg. Þau eru alls 26, eftir því sem mér er kunnugt um. 12 þeirra eru við latneska texta, en 14 við texta á íslenzku. Sum þeirra eru nefnd tvísöngs- lög í handritunum sjálfum. Elztu tvírödduðu lögin, sem varðveitt eru hér á landi bera það ótvírætt með sér, að þau eru runnin frá þeim tvíraddaða söng, sem þróaðist í kaþólskum lönd- um sunnar í álfunni einkum á 12. öld og var iðkaður þar bæði innan kirkjunnar og utan. Með tímanum tekur þessi söngur nokkrum breytingum hér á ís- landi, en furðulegt má telja hve lengi hann var iðkaður. Bjarni Þorsteinsson prentar í íslenzkum þjóðlögum 42 lög í tvísöng, eins og hann þekkti til að þau væru sungin á síðari hluta 19. aldar, einkum í Húnavatns- sýslu. Allt bendir til að tvísöng- ur hafi lifað lengst þar og í Skaga- firði. Ef tvísöngslögin hjá Bjarna eru borin saman við lögin úr handritunum, þá er þeim það sameiginlegt að raddirnar fara á víxl hvor upp fyrir aðra og radd- svið aðalraddar og fylgiraddar er nokkuð svipað. í handritunum er algengasta tónbilið á milli raddanna fimmund, en önnur tónbil koma þó oft fyrir. Tví- söngslögin í safni Bjarna ganga að mestu leyti í samstígum fimm- undum og allar ljóðlínur enda þar þannig að tónbilið á milli raddanna er fimmund. í hand- ritum enda ljóðlínur oftast á fimmund, en þar er einnig al- gengt að þær endi á áttund eða einund. í handritum er um það bil helmingur tvísöngslaganna í dórískri tóntegund. í safni séra Bjarna er hins vegar ekkert tvísöngslag í dórískri, heldur er meiri hlutinn þar í lýdískri tón- tegund — sem er töluvert algeng í íslenzkum þjóðlögum. Sú tón- tegund er að því leyti frábrugð- in venjulegum dúr, að fjórði tónn tónstigans er hækkaður um hálftón. Við kunnum öll lag, sem er ágætt dæmi um lýdíska tón- tegund og það er lagið við ís-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.