Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Side 32

Eimreiðin - 01.05.1970, Side 32
96 EIMREIÐIN ana og sezt gegnt honum við borðið. — Húsbóndi þinn er að flytja í nýja húsið uppi á hæðinni. - Já- — I kvöld er veizla. . . . Var þér boðið? — Nei. — Auðvitað ekki, segir hún. — Hvað áttu við með — auð- vitað ekki —? spyr hann úfinn og lítur upp úr blaðinu. — Ekkert. . . . Fyrirgefðu? Hún stendur á fætur, gengur til hans og leggur hendurnar um hálsinn á honum. — Uh . . . , segir hann og lít- ur ekki upp. — Þetta gerir lieldur ekkert til, ég hefði ekki getað farið með þér. — Hvað áttu við? — O, þú veizt það kjáninn minn. Kvenfólk, sem ekki á hár- kullu fer ekki fyrirvaralaust í veizlur. Hún segir þetta blíð- lega, en með broddi. — Hættu þessum meiningum. Röddin er hvöss, þegar hann stendur á fætur og ýtir frá sér kaffibollanum, svo að slettist á borðið. — Fyrirgefðu, segir hún og lieldur í hann. Hann slítur sig af henni og fer. Svo koma tárin eitt af öðru og falla á dökkan gólfdúkinn. Hún rennir fætin- um yfir þau og sækir þurrkuna. Moldvarpan er að ljúka skurðinum. Sólin er lækkandi á loftinu og höfðinginn, sem nú hefur lokið við undirbúnino- O kvöldsins situr úti á svölunum í síðdegissólinni, snýr glasi í hendi sér og horfir á ljósbrotin. Moldvarpan leggur símastreng- inn í þráðbeinan skurðinn. Þá er ekkert eftir nema moka yfir. Þegar hann hefur fullvissað sig um að skurðurinn 02: strengur- o o inn eru óaðfinnanlegir, rennur bíll að húsinu. Símaverkfræð- ingurinn og verkstjórinn birtast. Þeir eru þögulir og þungbúnir. Moldvörpunni kólnar á hönd- unum og hann snýr þeim á spaðanum. Skyldi eitthvað vera að? Þeir ganga fram á skurð- barminn og líta niður á streng- inn. — Hvað er að? Moldvarpan hugsar þetta og tvístígur, lítur niður í skurðinn, virðir fyrir sér rennslétta, lóðrétta bakkana og strenginn, sem liggur nákvæm- lega eftir miðju skurðarins. — Kannski skurðurinn mætti vera dýpri? stynur hann upp. — Þögn — Er hann heldur víður? — Hann er vitlaus, segir verk- fræðingurinn. Svarið er snöggt. — Nei, hann er beinn. Mold- varpan er ákveðinn. Ég gref beint. Öll orka hans og vilja- festa er í orðunum. — Hver neitar því? spyr verk- fræðingurinn góðlátlega. Skurð-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.