Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Page 34

Eimreiðin - 01.05.1970, Page 34
98 EIMREIÐIN — Já, ég stend við orð mín, segir höfðinginn og hallast út á handriðið. Hverju skiptir það t.d. þó að skurðurinn liggi þvert yfir stíginn? Ha . . . ? Engu máli. . . . Bókstaflega engu máli. Nýi skurðurinn byrjar og endar á sama stað og sá gamli. — Þeir liafa víst sínar ástæður, tautar moldvarpan varkárt og er farinn að átta sig. — Hverju skiptir það? Teikn- ingarnar eru strik eftir þá sjálfa eða aðra álíka. — Kannski eigi að byggja hér, segir moldvarpan, þá verður síminn að vera á réttum stað. — Þvaður, segir höfðinginn og lyftir glasinu. Hér verður ekki byggt. Þetta er mín lóð, minn stígur og mín ákvörðun ræður hvort hér verður byggt eða ekki byggt. Skilurðu það? — ]á moldvarpan skildi það. — Þeir verða þó að geta fundið símann, segir hann hikandi. — Ertu farinn að verja þá ræf- illinn? — Nei, en . . . — Jæja, þú skalt þegja og lilusta. Sjáðu til . . . Srik er ann- að en skurður. Þú ert með? . . . Ha . . . ? — Ég er ekki fífl, segir mold- varpan og röddin er nú gremju- leg. — O, ho, ekkert stærilæti. Sjáðu til . . . sko. Til þess að grafa skurð eins og þú gerir, með sléttum botni, lóðréttum og fægðum veggjum þarf þús- undir hitaeininga af landsins brauði. Óþarfa slit á verkamann- inum og saknaðartár eigin- kvenna. . . . Ha? . . . En til þess að breyta teikningu þarf aðeins eitt skitið blýantsstrik. — Já, segir moldvarpan, snýr sér undan og hallar sér fram á spaðann. — Þú skilur þetta? spyr höfð- inginn með áherzlu. - Já- — Þá ætla ég að koma og hjálpa þér. — Hjálpa mér? moldvarpan réttist upp og horfir undrandi á höfðingann. — )á ég kem. Höfðinginn tærnir glasið og réttir það út frá sér. — Ég hef grafið skurð. í því er ég sérfræðingur. Svo veifar hann hendinni og liverfur. Nokkrum nn'nútum síðar er hann kominn út á lóð og farinn að hjálpa til. Hann keppist við svo að svitinn bosiar. Stóru vöðl- urnar hans verða brátt moldug- ar og skinnið á höndunum hleyp- ur í blöðrur. Moldvörpunni finnst þessi nýkomni hjálpar- maður lélegur sérfræðingur, en verkið sóttist ólíkt betur. Eftir rúma tvo klukkutíma voru þeir hálfnaðir, þá koma þeir að steini. Hann var í miðjurn skurði eins og sá fyrri og virtist óálitlegur. Moldvarpan hafði

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.