Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Page 37

Eimreiðin - 01.05.1970, Page 37
ÍSLENZKUR SMÁRI 101 Höfðinginn gengur milli manna og segir vel valin orð. Hann snýr glasinu í hendinni og horfir í vökvann meðan hann formar setningar, þannig mót- uðust þær skýrast. Á neðsta palli situr tengda- dóttir hans og horfist í augu við framúrstefnumanninn, sem teiknaði húsið. Hann horfir yfir glasbarminn og rennir til tung- unni. Hún horfir á móti. — Hvernig lízt þér á húsið? spyr hann. — Ég veit ekki, segir hún. . . . Ég er vönust að þekka herberg- in. — Hús eru ekki klefar fyrir fólk. Hús á að vera vistarvera, sem er hlýleg og mjúk, en einnig gróf og óhefluð, segir hann. Hús á að vera smækkuð rnynd af þjóðfélaginu. — Hvað áttu við? spyr hún áhugasöm. — í húsi þarf hver einstakl- ingur að eiga sitt þrep, til þess að geta lið,ið vel. Þeir, sem efstir vilja sitja, eiga að njóta þess og vera þar. Hann hreyfir höfuðið í átt til konu skrifstofumanns- ins og frúarinnar, jrar sem þær sjást vfir einn hálfa vegginn upp undir lofti. Þeir sem þrá upp- hefð, byrja neðst á morgnana og velja sér hærri þrep, er líða tek- ur á daginn. Aðrir vilja halda undan brekkunni. Skilurðu? . . . Hún kinkar kolli. — Þeir sem efst sitja liði illa á jarðhæð. — Áttu við tengdamóður mína? spyr hún spotzk. — Hver velur lienni sæti? spyr hann. Þau horfast í augu. — Hvað um tengdaföður minn? — Hann rápar og masar, get- ur sofið hvar sem er og hvernig sem er. Hann hefur sálarlega breidd. . . . Hann gæti sofið í kassa og þarf ekki svona hús. Bak við einhvern vegginn er leikið fyrir dansi. Hann býður henni upp. — Eigum við að dansa hér . . . neðst? spvr hún kímin. — ]á, jrví ekki það? Hún litast um, fáir sjást. Fólk hverfur fyrir hálfa veggi og kemur í ljós á öðrum hæðum. Hann heldur henni þétt að sér í dansinum og þau vagga í takt. Gólfið er ójafnt og tær þeirra rekast í, en þau eru tvö við að verjast falli. — Er þetta framúrstefnudans, segir hún og tístir af hlátri. Er hann í samræmi við húsið? — Hann er eins og húsið og þjónar mannlegu eðli. Hann þrýstir henni snöggt að sér, en gefur síðan eftir. Hún hlær lágt og stríðnislega. — Hvar er maðurinn? hvíslar hann og varirnar nálgast eyra hennar. — Úti, að læra. Hún hættir að flmtsbókasafnid á flhureyri

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.