Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Qupperneq 37

Eimreiðin - 01.05.1970, Qupperneq 37
ÍSLENZKUR SMÁRI 101 Höfðinginn gengur milli manna og segir vel valin orð. Hann snýr glasinu í hendinni og horfir í vökvann meðan hann formar setningar, þannig mót- uðust þær skýrast. Á neðsta palli situr tengda- dóttir hans og horfist í augu við framúrstefnumanninn, sem teiknaði húsið. Hann horfir yfir glasbarminn og rennir til tung- unni. Hún horfir á móti. — Hvernig lízt þér á húsið? spyr hann. — Ég veit ekki, segir hún. . . . Ég er vönust að þekka herberg- in. — Hús eru ekki klefar fyrir fólk. Hús á að vera vistarvera, sem er hlýleg og mjúk, en einnig gróf og óhefluð, segir hann. Hús á að vera smækkuð rnynd af þjóðfélaginu. — Hvað áttu við? spyr hún áhugasöm. — í húsi þarf hver einstakl- ingur að eiga sitt þrep, til þess að geta lið,ið vel. Þeir, sem efstir vilja sitja, eiga að njóta þess og vera þar. Hann hreyfir höfuðið í átt til konu skrifstofumanns- ins og frúarinnar, jrar sem þær sjást vfir einn hálfa vegginn upp undir lofti. Þeir sem þrá upp- hefð, byrja neðst á morgnana og velja sér hærri þrep, er líða tek- ur á daginn. Aðrir vilja halda undan brekkunni. Skilurðu? . . . Hún kinkar kolli. — Þeir sem efst sitja liði illa á jarðhæð. — Áttu við tengdamóður mína? spyr hún spotzk. — Hver velur lienni sæti? spyr hann. Þau horfast í augu. — Hvað um tengdaföður minn? — Hann rápar og masar, get- ur sofið hvar sem er og hvernig sem er. Hann hefur sálarlega breidd. . . . Hann gæti sofið í kassa og þarf ekki svona hús. Bak við einhvern vegginn er leikið fyrir dansi. Hann býður henni upp. — Eigum við að dansa hér . . . neðst? spvr hún kímin. — ]á, jrví ekki það? Hún litast um, fáir sjást. Fólk hverfur fyrir hálfa veggi og kemur í ljós á öðrum hæðum. Hann heldur henni þétt að sér í dansinum og þau vagga í takt. Gólfið er ójafnt og tær þeirra rekast í, en þau eru tvö við að verjast falli. — Er þetta framúrstefnudans, segir hún og tístir af hlátri. Er hann í samræmi við húsið? — Hann er eins og húsið og þjónar mannlegu eðli. Hann þrýstir henni snöggt að sér, en gefur síðan eftir. Hún hlær lágt og stríðnislega. — Hvar er maðurinn? hvíslar hann og varirnar nálgast eyra hennar. — Úti, að læra. Hún hættir að flmtsbókasafnid á flhureyri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.