Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Side 38

Eimreiðin - 01.05.1970, Side 38
102 EIMREIÐIN hlæja og reynir að losa tök hans. Hann hringir heim á morgun, þá verða þeir búnir að leggja inn símann. Hann ætlaði að hringja í kvöld, en . . . Mér lík- ar ekki hvernig þú heldur utan um mig. — Þú ert hættuleg, segir hann og herðir tökin. — Ekki finn ég að þú sért hræddur, segir hún og streitist á móti. — Þú vekur árásarhvöt og allri hræðslu fylgir árásarhvöt. Þess vegna kvænast rnenn fögrurn konum. Þeir óttast áhrif þeirra á líf sitt, hættulega keppinauta og . . . — Láttu ekki svona, segir hún afundin. — Þú ert fögur, þú ert hættu- leg. Hann beygir sig yfir hana. Þú ert . . . — Hægan karl minn, segir hún ofsalega og slítur sig af hon- um. Ég er ekki tveggja manna far. Hún stikar upp á næstu hæð og hverfur. Hann sezt og sýpur á glasinu, rennir tungunni eftir barminum, svo hvarfla augu hans þangað, sem hún hafði set- ið og bros færist yfir andlitið. Stjörnuhæð er hljóð, nema hvað frá húsi höfðingjans berast tónar og veizluglaumur. ITti á lóðinni stendur maður með skóflu. Hann ltikar, en stingur síðan skóflunni í moldina og mokar. Gulleita birtu leggur frá opnum svaladyrum höfðingjans og fellur á manninn, sem hand- leikur skófluna af listfengi van- ans. Moldarhaugurinn stækkar ört. Maðurinn fer hamförum, skóflan rekst í stein og svo kveð- ur við hátt. Nú er ekki horft x eggina. — Jæja, karlinn! . . . Þá erum við báðir mættir, segir mold- varpan og beygir sig niður að holunni . . . Hélztu kannski að ég myndi iáta þig í friði? Hann tautar þetta og skefur moldina af steininum. — Mér datt það reyndar í hug, en svo áttaði ég mig. — Moldvarpan hugsar, karl minn. — Þú ert hættulegur óvinur. ... — \:eiztu það? . . . Þú gætir kostað mig heimilið, hamingjuna og heiður minn. — Heyrirðu það, karl minn? . . . Heiður minn líka. . . . Þér þýð- ir ekkert að látast vei'a sakleysið sjálft, ég þekki þig og þína. Þið látist vei'a saklausir, en í vetrar- myrkri og frostum látið þið ná- gTannana lyfta ykkur liærra og hærra, sagið og nuddið all, sem ykkur snertir, skemmið og meið- ið. . . . Bælið vkkar fyllist af þeim sem undir verða og á þeim liggið þið til næsta vetiar. Þann- ig hækkið þið og hækkið þar til gljáandi skallinn kemur upp úr jarðskorpunni. — }á, karl minn! mér er svo sem sama þó að þú komist ofan á og njótir þess, en

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.