Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Qupperneq 47

Eimreiðin - 01.05.1970, Qupperneq 47
ALDARMINNING 111 þessu umhverfi og í þriðja bindi verksins segir frá því, er hann kemur til Kaupmannaliafnar, hinnar stóru borgar, þar sem verkamenn eru skipulagðir til fé- lagslegrar samvinnu og baráttu fyrir bættum lífskjörum. Hann gerist brátt þátttakandi í þessum samtökum, vinnur sér traust fé- laga sinna og verður foringi, sem auðnast að leiða verkfall til sig- urs. I seinasta bindinu segir svo frá því, hvernig hugsjónir söguhetj- unnar og draumar um framtíð- ina, snúast um samvinnu og verk- smiðjurekstur, sem vinni í þágu fólks. En það, sem mestu varðar í þessu bindi, er þó það, að þegar Pelle situr í fangelsi vegna bar- áttu sinnar, er hann neyddur til að vera einn með sjálfum sér. Þar með tekur hann að hugleiða sitt innra líf, sinn innri rnann, og þar verður hann einnig að vinna sigra og skilja sjálfan sig. Eftir sigrana í hinum ytri, félagslegu átökum efnahagslífinu og hags- munabaráttunni, tekur hann að finna hamingjuna í hinu nálæga og nánasta umhverfi, fjölskyldu- lífinu. Annað stóra skáldverkið, sem kom frá Martin Andersen Nexö, er Ditte Menneskebarn, — Ditta Mannsbarn, — sem kom út á ár- unum 1917—1921, einnig í fjór- um bindum. Þessi tvö verk eru í ýmsu hlið- stæð, að öðru en því, að Pelle er sigurvegarinn og hamingjunnar barn í baráttunni sinni, en Ditta er dæmi um hinn ótölulega fjölda, sem sífellt er að fórna vegna réttleysis einstaklingsins. Hún er góðvildin sjálf. Frá barn- æsku er hún vön að líða og fórna annarra vegna, en oftast er hjálp- semi hennar og góðvild misnot- uð og hálfþrítug er hún útslitin og kveður þetta líf. Þessi skáld- saga er skrifuð af látlausri snilld og í einfaldri fegurð sinni hrífur hún hvern lesanda. Það er saga af sigrum og ósigrum og framar öllu fórnarlund alþýðukonunnar á öllum öldum, „saga konunnar sem móður lífsins er dregur til sín upprunalegan kraft úr skauti náttúrunnar og gefur öllum af óþrotlegri auðlegð hjarta síns. Enginn á betra hjartalag en Ditta og þess vegna vinnur hún hvers manns hug.“ Upphaf að skáldverkinu um alþýðustúlkuna hefst á þessa leið: „Ættstofn Dittu. — Þeir hafa jafnan verið taldir af góðu bergi brotnir, sem hafa getað rakið ætt sína langt aftur. Sé mark að slík- um dómum, verður Ditta manns- barn að teljast kynborin. Hún er af elztu og fjölmennustu ætt landsins, Mannsættinni. Skrá yfir ættina fyrirfinnst engin, enda væri ekki heiglum hent að semja hana, þar eð þeir, sem til ættarinnar eiga að teljast,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.