Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Page 48

Eimreiðin - 01.05.1970, Page 48
112 EIMREIÐIN eru jafnmargir sandkornum á sjávarströndu. Allar aðrar ættir eru af rótum hennar runnar. Þær kviknuðu af henni einhvern- tíma á liðnum öldum — og þær hurfu til hennar á ný, þegar afl þeiina var þrotið og hlutverki þeirra lokið. Mannsættin er að vissu leyti eins og hið; víðfeðma haf, þar sem hvítfextar öldur stíga mót himni og hníga á ný til upphafs síns með þungum gný. Að því er sagnir herma, hafði ættmóðirin verið akuryrkjukona, sem hvíldist nakin á rakri jörð- inni. Varð hún af því þunguð og ól sveinbarn. Þetta varð jafn- an síðan eitt af einkennum ætt- arinnar, að konurnar gengju ógjarnan í nærfötum — og þær urðu auðveldlega ófrískar. Enn- þá er um þær sagt, að þær þurfi ekki annað en að standa í súgi í dyragáttum, og samstundis kvikni meybarn undir belti. Og ekki þurfi þær annað en sjúga ísstöngul til að eignast dreng. Því er ekki að undra, þótt ættin yrði margmenn og harðger og verka hennar víða vart. Merk- asta auðkenni Mannsættarinnar varð, að allt, sem hún snart, lifn- aði og óx. „Ein grein ættstofnsins skaut rótum á berri ströndinni úti við Ivattegat og stofnaði verið. Það var á þeim tíma, er landið var enn mjög torfært sakir skóga og fenja, og hún kom því sjóleiðis. Ennþá getur að líta klapparrifið, þar sem mennirnir lögðu bátn- um að og lyftu konum sínum og börnum á land. Hvítir máfuglar skipta vöktum dag og nátt við að merkja staðinn — og hafa gert það um aldaraðir." Með þessum tveimur rniklu skáldverkum var nafn Martins Andersen Nexö komið inn í heimsbókmenntirnar, bækurnar voru þýddar á fjölmörg tungu- mál og höfundinum var líkt við mestu meistara heimsbókmennt- anna vegna hinna almennu og al- þjóðlegu hugsjóna, hinna tæru og hrífandi lýsinga á lífi og um- hverfi fólksins og ekki sízt vegna hinna miklu og sérstæðu hæfi- leika hans að skapa persónur, sem í senn eru lifandi og dæmi- gerðar. Eftir útkomu þessara verka var Nexö tíðum skipað á bekk með Maxím Gorki, enda áttu þeir margt sameiginlegt. Og að Gorki látnum sagði franski Nó- belshöfundurinn, Romain Rol- land, að Nexö væri rnesta alþýðu- stéttar skáld, sem uppi væri. Og Þýzki Nóbelshöfundurinn Thom as Mann skrifaði ritgerð um Nexö, og taldi hann sem skáld verkalýðshreyfingarinnar hlið- stæðan Goethe, ,,er á sínum tíma var sannastur fulltrúi hinnar rís- andi borgarastéttar, og segir að húmanisminn eða mannúðar-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.