Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Síða 48

Eimreiðin - 01.05.1970, Síða 48
112 EIMREIÐIN eru jafnmargir sandkornum á sjávarströndu. Allar aðrar ættir eru af rótum hennar runnar. Þær kviknuðu af henni einhvern- tíma á liðnum öldum — og þær hurfu til hennar á ný, þegar afl þeiina var þrotið og hlutverki þeirra lokið. Mannsættin er að vissu leyti eins og hið; víðfeðma haf, þar sem hvítfextar öldur stíga mót himni og hníga á ný til upphafs síns með þungum gný. Að því er sagnir herma, hafði ættmóðirin verið akuryrkjukona, sem hvíldist nakin á rakri jörð- inni. Varð hún af því þunguð og ól sveinbarn. Þetta varð jafn- an síðan eitt af einkennum ætt- arinnar, að konurnar gengju ógjarnan í nærfötum — og þær urðu auðveldlega ófrískar. Enn- þá er um þær sagt, að þær þurfi ekki annað en að standa í súgi í dyragáttum, og samstundis kvikni meybarn undir belti. Og ekki þurfi þær annað en sjúga ísstöngul til að eignast dreng. Því er ekki að undra, þótt ættin yrði margmenn og harðger og verka hennar víða vart. Merk- asta auðkenni Mannsættarinnar varð, að allt, sem hún snart, lifn- aði og óx. „Ein grein ættstofnsins skaut rótum á berri ströndinni úti við Ivattegat og stofnaði verið. Það var á þeim tíma, er landið var enn mjög torfært sakir skóga og fenja, og hún kom því sjóleiðis. Ennþá getur að líta klapparrifið, þar sem mennirnir lögðu bátn- um að og lyftu konum sínum og börnum á land. Hvítir máfuglar skipta vöktum dag og nátt við að merkja staðinn — og hafa gert það um aldaraðir." Með þessum tveimur rniklu skáldverkum var nafn Martins Andersen Nexö komið inn í heimsbókmenntirnar, bækurnar voru þýddar á fjölmörg tungu- mál og höfundinum var líkt við mestu meistara heimsbókmennt- anna vegna hinna almennu og al- þjóðlegu hugsjóna, hinna tæru og hrífandi lýsinga á lífi og um- hverfi fólksins og ekki sízt vegna hinna miklu og sérstæðu hæfi- leika hans að skapa persónur, sem í senn eru lifandi og dæmi- gerðar. Eftir útkomu þessara verka var Nexö tíðum skipað á bekk með Maxím Gorki, enda áttu þeir margt sameiginlegt. Og að Gorki látnum sagði franski Nó- belshöfundurinn, Romain Rol- land, að Nexö væri rnesta alþýðu- stéttar skáld, sem uppi væri. Og Þýzki Nóbelshöfundurinn Thom as Mann skrifaði ritgerð um Nexö, og taldi hann sem skáld verkalýðshreyfingarinnar hlið- stæðan Goethe, ,,er á sínum tíma var sannastur fulltrúi hinnar rís- andi borgarastéttar, og segir að húmanisminn eða mannúðar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.