Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Side 53

Eimreiðin - 01.05.1970, Side 53
afreksverk 117 Dante Alighieri: Tólf kviðar úr Gleðileiknum Guðdómlega (La Divina Commedia). Guðmundur Böðvarsson íslenzkaði. Myndir eftir Sandro Botticelli. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík, 1968. Ekki er því að neita, að við lestur hinna ensku þýðinga af því meistaraverki fyrr á árum, hvarflaði oftar en einu sinni að mér hugsunin um það hvenær íslenzka þjóðin myndi eignast í þýðingu á sinni tungu hið mikla snilldarverk hins ítalska öndvegisskálds. Nú hefir Guðmundur Böðvarsson, góðu heilli, fært þjóð vorri í hendur þýðingu af völdum kviðum þessa heimsfræga listaverks. Og ágætlega fór á því, að fyrsta kviða þýðingarinnar, sem birtist á prenti, kom einmitt út í ofannefndum tímaritum á sjö alda af- mælisári Dantes. Fylgdi sér Gunnar Árnason henni úr hlaði í Kirkjuritinu, meðal annars, með þessum glöggu og markvissu að- faraorðum: „Aliir kannast við uppistöðuna: Dante ferðast um Víti og hreins- unareldinn í fylgd Virgils, hins fornfræga skálds. En að lokum leiðir Beatrice — konan, sem liann unni heitast og syrgði sárast — hann um uppsali Paradísar. Oteljandi menn koma við sögu, ílestir aðeins nefndir á nafn. Þeir eru líka fremur sem skýringartákn heldur en verið sé að segja sögu þeirra. Skáldið er fyrst og fremst að rekja sögu sálarinnar — sinnar eigin að menn telja. Hann heldur því fram, að manninum sé sett ákveðið takmark og honum miði annað hvort að því, eða að hann sé að fjarlægjast það. Ef hann á að. ná æskilegunt þroska og sáttum við sjálfan sig, verður hann að vinna sigur á freistingunum og syndinni í öllum hennar myndum. Gildi verksins felst hæði í víðtækri könnun og djúpstæðri þekk- ingu Dantes á manneðlinu og formsnilld hans og háfleygi. Gull þess liggur ekki eins og sandur á yfirborðinu. Það verður að brjóta berg til að komast að því mestu. Það hefir verið bent á, að lieims- og lífsskoðanir þeirra Dantes og Tl'heilhards de Chardin, séu næsta samhljóða í höfuðdráttum. Sá síðarnefndi var heimskunnur nútíma vísindamaður og jafnframt kaþólskur guðfræðingur. Hafa bækur hans vakið geysi athygli. Höfuðstefna beggja þessara manna er sú, að allt stefni að fyllri þroska hins andlega til samræmis og samlífs við sjálfan Andann — Guð.“ Samanburðurinn á heims- og lifsskoðunum Dantes og Theilhards

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.