Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Page 56

Eimreiðin - 01.05.1970, Page 56
120 EI M R EIÐIN Aðalsteins Kristjánssonar (23. júní 1923) kemst hann þannig að orði: „Ég þýði sjaldan, Aðalsteinn, og aldrei orðrétt. Það er kannske sérvizka: en mér finnst ég haldi aðeins skelinni, en fleygi meiru eða rninna af kjarnanum, ef ég tek orðin upp aðeins. Nái ekki því „eins og talað er“, eða með öðrurn orðum skemmi það sem skáld- skapur eiginlegast er.“ Hvergi víkur Stephan þó ítarlegar að ljóðaþýðingum og þýðing- araðferð sinni heldur en í bréfum sínum til frú Jakobínu Johnson skáldkonu, er birt voru í Timariti Þjóðrœknisjélagsins (1952). I bréfi til hennar 10. júní 1918 segir hann: „Þær þýðingar af Ijóðam (leturbr. bréfritara), sem mér þykja góðar, eru flestar stælingar, en ekki „útleggingar“, en svo vel gerð- ar, að þær jafngilda því frumkveðna. Mér nægir að stjörnurnar bliki með sama ljómanum, þó blærinn sjáist rauðari eða ljósari. Mér stendur stuggur af þeim gálgum, þar sem skáldskapurinn hangir hengdur í orðabókar-ólinni." í bréfi til frti Jakobínu 7. júlí 1924 um sama efni kemst hann meðal annars þannig að orði: „Því meiri vandi sem á er, þeirn mun meiri virðing að gera gott kvæði. En allt verður samt að víkja fyrir inu eina nauðsynlega (leturbr. bréfritara) í þýðingu: að hún falli um farveg ins sama andlega straumfalls, eins og er í frumkvæðinu.“ Þarf þá enginn að fara í grafgötur um það, hverjum augum Stephan leit á ljóðaþýðingar, og slíkar þýðingar sjálfs hans bera því vitni, eins og ég tók fram í ritgerð minni um þær, „að: hann leit- aðist trúlega við að fylgja kenningu sinni um það, hvar þar væri nauðsynlegast og mikilvægast, sem sé, að halda anda, efni og blæ frumkvæðisins; með öðrum orðum: að gera þýðinguna að skáld- skap á íslenzkunni, en ekki aðeins að innantómri orðaskel, and- lausri og ólífrænni.“ Sýnist mér viðhorf Stephans til ljóðaþýðinga viturlegt, eins og hans var von og vísa, og bæði skynsamlegt og viðeigandi að hafa það í liuga, þegar dómur er lagður á hið stórbrotna og vandamikla bókmenntaverk, sem Guðmundur Böðvarsson færðist í fang með þýðingu sinni af kviðunum tólf úr Divina Commedia. Sjálfur hefi ég ávallt litið svo á, að sanngjarnt væri að dæma ritverk í ljósi þess takmarks, sem höfundur þess eða þýðandi setti sér, þótt þar komi vitanlega fleira til athugunar. Verður þeirri aðferð fylgt hér.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.