Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Síða 56

Eimreiðin - 01.05.1970, Síða 56
120 EI M R EIÐIN Aðalsteins Kristjánssonar (23. júní 1923) kemst hann þannig að orði: „Ég þýði sjaldan, Aðalsteinn, og aldrei orðrétt. Það er kannske sérvizka: en mér finnst ég haldi aðeins skelinni, en fleygi meiru eða rninna af kjarnanum, ef ég tek orðin upp aðeins. Nái ekki því „eins og talað er“, eða með öðrurn orðum skemmi það sem skáld- skapur eiginlegast er.“ Hvergi víkur Stephan þó ítarlegar að ljóðaþýðingum og þýðing- araðferð sinni heldur en í bréfum sínum til frú Jakobínu Johnson skáldkonu, er birt voru í Timariti Þjóðrœknisjélagsins (1952). I bréfi til hennar 10. júní 1918 segir hann: „Þær þýðingar af Ijóðam (leturbr. bréfritara), sem mér þykja góðar, eru flestar stælingar, en ekki „útleggingar“, en svo vel gerð- ar, að þær jafngilda því frumkveðna. Mér nægir að stjörnurnar bliki með sama ljómanum, þó blærinn sjáist rauðari eða ljósari. Mér stendur stuggur af þeim gálgum, þar sem skáldskapurinn hangir hengdur í orðabókar-ólinni." í bréfi til frti Jakobínu 7. júlí 1924 um sama efni kemst hann meðal annars þannig að orði: „Því meiri vandi sem á er, þeirn mun meiri virðing að gera gott kvæði. En allt verður samt að víkja fyrir inu eina nauðsynlega (leturbr. bréfritara) í þýðingu: að hún falli um farveg ins sama andlega straumfalls, eins og er í frumkvæðinu.“ Þarf þá enginn að fara í grafgötur um það, hverjum augum Stephan leit á ljóðaþýðingar, og slíkar þýðingar sjálfs hans bera því vitni, eins og ég tók fram í ritgerð minni um þær, „að: hann leit- aðist trúlega við að fylgja kenningu sinni um það, hvar þar væri nauðsynlegast og mikilvægast, sem sé, að halda anda, efni og blæ frumkvæðisins; með öðrum orðum: að gera þýðinguna að skáld- skap á íslenzkunni, en ekki aðeins að innantómri orðaskel, and- lausri og ólífrænni.“ Sýnist mér viðhorf Stephans til ljóðaþýðinga viturlegt, eins og hans var von og vísa, og bæði skynsamlegt og viðeigandi að hafa það í liuga, þegar dómur er lagður á hið stórbrotna og vandamikla bókmenntaverk, sem Guðmundur Böðvarsson færðist í fang með þýðingu sinni af kviðunum tólf úr Divina Commedia. Sjálfur hefi ég ávallt litið svo á, að sanngjarnt væri að dæma ritverk í ljósi þess takmarks, sem höfundur þess eða þýðandi setti sér, þótt þar komi vitanlega fleira til athugunar. Verður þeirri aðferð fylgt hér.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.