Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Side 57

Eimreiðin - 01.05.1970, Side 57
AFREKSVERK 121 í forspjalli sínu kemst Guðmundur þannig að orði um þýðing- una: „Um þá tilraun, sem hér er gerð til þess að snúa á okkar tungu tólf af hinum hundrað| kviðum Gleðileiksins, væri kannski bezt að þýðandinn segði sem fæst, en beiddist í þess stað einfaldlega af- sökunar. Slíkt væri þó hálfvegis halaklippt, en hitt sanni nær að hann beiddist þess að á þetta væri litið sem lauslega þýðingu, en undir þann skjöld hefur margur skotið sér. Nema hvað, — ég sneri þessum kviðum sem bezt ég gat, undir þeim kringumstæðum, sem ekki varð breytt. Ég hafði fyrir mörgum árum fiktað við að snúa XXX. kviðu Hreinsunareldsins, aðallega til þess að „troða mér inn" í verkið, reyna að nálgast það með því að tileinka mér einhvern lítinn hluta þess. Ég veit nú að sú kviða er „lausast þýdd“ allra þeirra, er hér birtast, en samt breytti ég henni lítið sem ekkert bæði vegna þess að hún hafði komið fyrir almennings- sjónir í víðlesnu blaði og tímariti, og svo vegna hins, að oft fer svo við slíkar tilraunir að eitt tapast þegar annað vinnst. Þó undar- legt megi virðast fékk ég hennar vegna ekki svo fá elsknleg bréf, þar sem á mig var skorað að gera hér meira að. Nú vissi enginn betur en ég, að mig skorti býsna rnargt, sem teljast máttu undir- stöðuatriði slíkra hluta, meðal annars var ég ekki læs á frummál verksins, — og er seint upp að( telja sínar eigin vantanir. Hitt vissi ég líka að, auðvelt mundi að fá í hendur þýðingar á Gleðileiknum á þeim málum, sem ég var eitthvað stautfær á, og satt að segja bárust mér þær án allrar fyrirhafnar. F.ru hér notaðar, og jafnan bornar saman, þrár slíkar: ensk þýðing í óbundnu máli, sem margir hafa unnið að og virðist mjög til hennar vandað. Hún er gefin út af J. M. Dent and Sons, London. Er hún með frumtexta og hefur kornið út milli tíu og tuttugu sinnum. Þá hafði ég einnig í hönd- um hina góðkunnn dönsku þýðingu Molbechs, þar sem bragar- hætti frumverksins er haldið til fullnustu, og loks hafði ég enska þýðingu, gerða af Dorothy L. Sayers, þar sem þríhenduformið er að vísu notað, en rímað á eins atkvæðis orð, nema þá örsjaldan að annað þykir betur liggja við. Ég get ekki neitað því að þríhendu- formið, hin samslungna bragflétta kviðuna á enda, skapar þungan róður. Rímorðin, tveggja samstafa og alltaf þrjú, leiða mann í þá freisni að nota orð, sem maður annars vildi gjarna losna við, en notar samt, ef þau gefa manni betra færi síðar meir. Önnur, sem eru góð og gegn í sjálfu sér, hættir manni við að nota oftar en

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.