Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Side 58

Eimreiðin - 01.05.1970, Side 58
122 EIMREIÐIN hóflegt er, og eiga þau þá til að draga á eftir sér orðasambönd, sem þreytandi er að reka sig á hvað eftir annað.“ Hér er af hreinskilni og hógværð mælt, og horfst í augu við þann mikla vanda, sem þýðandinn lagði sér á herðar með því einu sam- an að fylgja bragarhætti frumkvæðisins, að öðru ógleymdu, sem þýðingin útheimti af hans hálfu. Skylt er, hins vegar, að hafa það í huga, að hann biður um að á hana sé litið sem lauslega, en það er hið sama og að segja, að fyrir honum hafi ekki vakað orðrétt þýð- ing, heldur hafi það verið hin furðulega saga sem söguljóðið segir og ljóðform þess, er sérstaklega heillaði huga hans og freistaði hann til verks. Ennfremur ber að taka það til greina, að þýðingin er gerð fyrir liinn almenn lesanda og ljóðavin á íslandi, eins og þýðandi tekur fram í formála sínum, er hann segir: ,,En þá væri nokkru náð, ef sýnishornið mætti verða til þess að vekja forvitni hugsan- legra lesenda á þessu margfræga og stórbrotna verki.“ Með hið framanskráða í huga verður þýðingin dæmd hér, og þó sérstakleg frá því sjónarmiði, hvernig þýðanda hefir tekizt að islenzka þann hluta Divina Commedia, sem hann ber hér á borð fyrir landa sína. Vitanlega átti hann, eins og hann tekur fram í forspjalli sínu, úr vanda að ráð um það, hvaða kviður skyldi velja til |rýðingar, og verður það alltaf álitamál, en mér virðist valið hafa vel tekist, og ná jafnframt mjög vel tilgangi þýðanda með verkinu. Kviðunum fylgja einnig gagnorðar skýringar, og hefðu þær gjarnan mátt vera ítarlegri, en margorðari skýringar hefðu að sjálfsögðu lengt bókina. Við samanburð þýðingarinnar og frumkvæðisins hefi ég, jrví miður, einungis haft með höndum eina af Jyýðingum þeim, sem Guðmundur Böðyarsson fór eftir, en það er þýðing Dorothy L. Sayers, sem hlotið hefir mjög lofsamlega dóma enskra gagnrýnenda. Fylgja þeirri þýðingu ágætar inngangsritgerðir og skýringar. Einnig hefi ég haft til hliðsjónar aðrar enskar þýðingar eldri og nýrri, meðal þeirra hina rnerku þýðingu ameríska skáldsins Henry W. Longfellow. Skylt er einnig að geta þess þakksamlega, að ég hefi, fyrir góðvild hlutaðeigenda, átt aðgang að Dantedeild bókasafns háskólans í núverandi heimaborg minni, University of Victoria, en þar er bæði að finna margar þýðingar af Divwa Commedia og fjölda merkisbóka um það öndvegisrit skáldsins og sjálfan hann. Skal þá horfið að þýðingu Guðmundar sjálfri, með samanburði

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.