Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Page 68

Eimreiðin - 01.05.1970, Page 68
Grettir flsmundsson leikrit VIII.—X. þáttur ♦----------------- Eftir Gunnar Þórðarson VIII. ÞÁTTUR Við Vatnsfjarðarsel. Grettir sef- ur utarlega á sviðinu. Nokkrir bændur koma inn á sviðið. Þar á meðal Þórólfur á Eyri, Þor- kell í Gjörfidal og Helgi á Laugabóli. Þórólfur á Eyri: Nú ber vel í veiði. Má hér sjá skelmi þann, er oss hefur mestan skaða veitt nú um sinn. Þorkell í Gjörfidal: Það tel ég þó mest um vert, að heimsókn vor hefur valdið dólginum svefnhöfgva nokkrum. Helgi á Laugabóli: Förum að hljóðlega, ei mun annað henta, göngum allir samt og mun hann þá ekki fá viðsnúizt að við færum bönd á hann. Þeir snarast að Gretti og færa hann í bönd eftir nokkrar svipting- ar.) Helgi: Mikinn garp liöfum við fangað, því gerla kenni ég hér Gretti Ásmundarson og er oss nú vandi á höndum um varð- veizluna. Þorkell: All illa er nú að Ver- mundur höfðingi vor er hér eigi til forsjár með oss. Helgi: Fyrir þremur nóttum, er ég reið af Alþingi, var hann búinn til heimferðar og mun {dví skammt undan. En þó mun ekki tjá að bíða hans. Þórólfur: Þú, Helgi, bóndi stendur næst Vermundi að mannaforráðum hér í sveit, og tak þú því Gretti í þína vörzlu. Helgi: Annað ætla ég mér þarf- ara en láta húskarla mína sitja yfir Gretti, því ég á lönd erfið og kemur hann aldrei í mína umsjá. En tak þú Gretti, Þor- kell í Gjörfidal. Ert þú nægta- maður mesti og telur þig eiga allmiklar sakir við hann fyrir gripdeildir í vistum og klæð- um. Þorkell: Enginn kostur er á því, að ég taki Gretti, þar sem ég

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.